„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

Edda Björgvins er alltaf með mörg járn í eldinum.
Edda Björgvins er alltaf með mörg járn í eldinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Edda Björgvins bíður nú spennt eftir því að myndin Undir trénu sem hún leikur í verður frumsýnd í ágúst. Edda er með fjölmörg verkefni í pípunum eins og hlutverk í Þjóðleikhúsinu og framleiðslu á styrkleikakortum á íslensku. Smartland spurði Eddu út í hvernig hún hugsaði út í heilsu og hollustu. 

Hvað gerirðu til að halda þér í formi? 

Ég hef verið í jóga í allan vetur í Yogavin. Frábærasta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.

Hefurðu alltaf stundað líkamsrækt?

Ég hef verið rosalega dugleg að byrja að stunda hitt og þetta í gegnum tíðina. Synda, dansa, skokka, hjóla, en mjög oft gefist upp!

Ertu dugleg að hreyfa þig á sumrin og þegar þú ert í sumarfríi?

Einmitt í sumar hef ég verið rosalega dugleg! Stundað dans í Kramhúsinu og verið á sumarnámskeiði í Yogavin. Ég er meðal annars búin að fara í eina fjallgöngu!

Hvað færðu út úr hreyfingu? 

Endorfín-vímu!

Hugsarðu vel um mataræðið? 

Já fyrripart dags gúffa ég í mig fræjum og grænum drykkjum. Seinnipart dags breytist ég í sukkara!

Hvað gerirðu til slaka á og gera vel við þig?

Hobbýið mitt er að hitta vini mína sem oftast og hanga á kaffihúsum. Það er besta slökun sem ég veit.

Eru einhverjir ósiðir sem þú þarf að venja þig af?

Líklega milljón ósiðir! Ég er að hugsa um að byrja á því að losa mig við sykurpúkann … eða ekki!

Edda Björgvins.
Edda Björgvins. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál