Svona eru venjur orkumikils fólks

Mikið af fólki er mjög þreytt og orkulaust alla daga.
Mikið af fólki er mjög þreytt og orkulaust alla daga. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. 

Huffington Post fann nokkra af þessum goðsagnakenndu orkuboltum og bað þau um að gefa okkur hinum ráð. 

Borðaðu góðan morgunmat

Ef þú ert orkulaus þá ættirðu að athuga hvað þú ert að borða. Ef þú borðar mikinn sykur, unninn mat og slepptir því að borða til þess að léttast þá er ekkert skrýtið að þú sért alltaf þreytt/ur. 

„Þú átt alltaf að byrja daginn á því að borga góðan morginmat sem gefur þér orku og stuðlar að stöðugum blóðsykri,“ sagði næringarfræðingurinn Alyssa Cohen.

Góð hugmynd af morgunmat er heilhveitibrauð með lárperu, eggi eða reyktum laxi. Gómsæt, heilsusamleg og orkurík leið til þess að byrja daginn. 

Góður og hollur morgunmatur gefur þér orku í gegnum daginn.
Góður og hollur morgunmatur gefur þér orku í gegnum daginn. mbl.is/ThinkstockPhotos

Vertu félagslyndur

Að eiga stöðugt samskipti við fólk allan daginn getur haft töluverð áhrif á orkustöðu líkamans. Þó svo að sumir elska að hitta nýtt fólk og spjalla þá eru líka margir sem þykir það þreytandi. Lýtalæknirinn Doktor Alex Roher segir að hann komist í gegnum vinnuna með því að æfa sig í samskiptum.

„Fólk er oft að spyrja mig af hverju ég sé alltaf svona hress,“ sagði Doktor Roher. „Mitt svar er bara að ég æfi mig í samskiptum við fólk alla daga þannig að ég verð ekki eins stressaður þegar ég tala við ókunnuga.“

Æfðu þig í samskiptum við ókunnugt fólk.
Æfðu þig í samskiptum við ókunnugt fólk. mbl.is/ThinkstockPhotos

Gerðu eitthvað skapandi

Að skella sér í ræktina snemma á morgnana er auðvitað frábær leið til að byrja daginn en ef þú kemur þér ekki í það er gott að æfa annan vöðva, heilann. 

„Til þess að koma huganum af stað mæli ég með því að gera eitthvað skapandi rétt eftir að þú vaknar,“ sagði einkaþjálfarinn Gene Cabarello. „Ég byrja alla morgna á því að spila á píanó. Það er gaman og ég hlakka til þess allra morgna.“ 

Það þarf ekki bara að vera píanó, þú getur gert þetta með næstum hvaða áhugamál sem er. Þú getur dregið fram prjónana rétt eftir að þú slekkur á vekjaraklukkunni eða sungið í morgunsturtunni. Hvort sem að þú elskar að teikna, dansa eða skrifa, gerðu það alla morgna til þess að verða orkumeiri.

Byrjaðu daginn á því að gera eitthvað skapandi.
Byrjaðu daginn á því að gera eitthvað skapandi. mbl.is/ThinkstockPhotos

Drekktu meira vatn

Það hljómar einfalt en samt eru svo margir sem að drekka ekki nóg af vatni á hverjum degi. Ef þú drekkur ekki nóg af vatni verður þú þreyttari, pirraðri og endalaust að þrá óhollan mat. Þú þarft að drekka að minnsta kosti 300 ml af vatni á dag.

Drekktu mikið af vatni yfir daginn.
Drekktu mikið af vatni yfir daginn. mbl.is/ThinkstockPhotos

Hættu í símanum og sofðu lengur

Fullorðið fólk þarf af minnsta kosti 7 klukkustunda svefn hverja einustu nótt. Ef þú sefur minna en það þá skalt þú reyna að fara fyrr að sofa í kvöld. 

„Ég fórna svefntíma mínum ekki fyrir neitt, sérstaklega ekki sjónvarpinu,“ segir einkaþjálfarinn Laura Ardnt. „Hættið að horfa á sjónvarpið á kvöldin, það er ekkert í sjónvarpinu sem þú getur ekki fundið á netinu seinna þegar þú hefur tíma til að horfa.“

Til þess að vera orkumeiri á morgun skalt þú reyna að sleppa sjónvarpinu, tölvunni og símanum og muna að allt sjónvarpsefni, Facebook-skilaboð og tölvupóstar verða á sínum stað í fyrramálið.

Leggðu frá þér tæki og tól og sofðu lengur.
Leggðu frá þér tæki og tól og sofðu lengur. mbl.is/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál