Hlaupa með hjólastóla

Slökkviliðsmenn ætla hlaupa með fólk í hjólastólum.
Slökkviliðsmenn ætla hlaupa með fólk í hjólastólum.

Ágúst Guðmundsson, slökkviliðs-og sjúkraflutningamaður, hleypur ásamt vinnufélögum sínum í Reykjavíkurmaraþoninu. Frá árinu 2006 hafa slökkviliðsmenn hlaupið með einstaklinga í hjólastól.

Ágúst segir að um 25 til 30 manns ætli að hlaupa með að minnsta kosti fjóra hjólastóla á undan sér en í ár rétt eins og undanfarin ár verða farnir tíu kílómetrar. Þó svo að einhver dæmi séu um að slökkviliðsmenn hafi farið hálft maraþon í eldgöllum.

Á meðal þeirra sem fer 10 kílómetrana í hjólastól er Teddi en hann er ungur blindur strákur. Teddi fór einnig með í fyrra og var hann þá með talstöð á sér. Þar með gátu þeir sem voru að hlaupa lýst því sem fyrir augun bar. „Honum fannst þetta frábær upplifun,“ segir Ágúst.

Með verkefninu fá fleiri tækifæri til að taka þátt í …
Með verkefninu fá fleiri tækifæri til að taka þátt í Reykjavíkumaraþoninu.

Það er greinilega vinsælt að fá að hlaupa með slökkviliðsmönnunum enda hefur Pálmi Pálmarsson farið með hópnum frá upphafi. Ágúst segir hann hafa hringt í sig snemma vors til að tryggja sér sæti. „Honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er bara svona árviss liður í hans lífi,“ segir Ágúst. 

Nýtt málefni er valið á hverju ári til að styrkja og hafa slökkviliðsmennirnir meðal annars lagt Geðhjálp lið. Í ár ætlar hópurinn hins vegar að hlaupa til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Þessi félög eiga það þó sameiginlegt að snerta slökkviliðsmennina, þar sem þeir vinna einnig sem sjúkraflutningamenn og hafa því fengið að kynnast sumum sjúklinganna í gegnum vinnuna.

Engan bilbug er að finna á hópnum þrátt fyrir að þetta sé í 11. skipti sem hlaupið er. „Þetta snýst ekki um verðlaunapeninga eða sæti. Heldur að gefa þessum einstaklingum þetta tækifæri,“ segir Ágúst og bætir því við að svo lengi sem að Reykjavíkurmaraþonið sé hlaupið hlaupi slökkviliðsmennirnir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál