Við erum að eyða fóstrum vegna viðhorfa

Guðmundur Ármann Pétursson með son sinn.
Guðmundur Ármann Pétursson með son sinn.

„Árið er 2014 og móðir á von á barni.  Móðirin kemst að því að barnið er með Downs heilkenni. Hún verður hrædd.  Það vakna spurningar.  Það er eins og það séu allir tilbúnir til að stíga fram og tala um allt það sem getur mögulega farið úrskeiðis og verið öðruvísi.  Það eru ekki bara rætt um æskuárin hjá verðandi einstakling, það er einnig rætt um ellina,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson í sínum nýjasta pistli: 

Hver ætli þekki Downs best?  Er það ekki einstaklingurinn sem er með heilkennið? Auðvitað er best að gefa þeim einstaklingum sem eru með Downs færi á að segja frá.  Það eru jú þau sem þekkja Downs frá fyrstu hendi.  Úr því varð til myndband þar sem nokkrir einstaklingar tala til verðandi móður.

Þetta myndband eitt það fallegasta sem hefur verið gert, enda er talað út frá hjartanu.

Í Frakklandi kvartaði ein móðir til yfirvalda yfir því að henni væri misboðið.  Henni fannst þessi „auglýsing“ ofbeldisfull.  Það kom fram að umrædd kona hafði látið eyða fóstri sem talið var vera með Downs og að hún syrgði þá ákvörðun sína hvern dag.  Einnig barst kvörtun frá samtökum sem er á móti fóstureyðingum almennt, en það taldist ekki efnisleg ástæða þegar kemur að Downs.

Vegna þessarar kvörtunar náðist að stoppa þessa auglýsingu/kynningu í Frakklandi og hafa franskir dómstólar staðfest það bann.  Nú er unnið að því að koma málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, enda snýst þetta ekki aðeins um Downs eða ekki Downs – þetta er spurning um tjáningarfrelsi.

The Wall Street Journal ritaði grein í vikunni sem hefur vakið viðbrögð.

The Wall Street Journal – Downs

Það er auðvelt og eðlilegt að spyrja sig; hvað eru Frakkar eiginlega að spá og hverrar gerðar er þjóð sem kemur fram með þessum hætti?

Við Íslendingar erum ekkert betri en aðrar þjóðir.  Það er markvisst verið að eyða fóstrum með Downs. Ekki liggja fyrir tölur hérlendis opinberlega um hversu mörgum fóstrum er eitt á ári vegna gruns um Downs.  Samkvæmt rannsókn árið 2009 var þremur fóstrum eytt hvern einasta dag ársins í Bretlandi vegna gruns um Downs heilkenni.  Það eina sem er vitað í dag er að það hefur orðið aukning frá árinu 2009.

Við erum að eyða fóstrum á grundvelli viðhorfa okkar.

Samfélagið segir við einstaklinga með Downs að líf þeirra sé ekki þess virði að því sé lifað. Samfélagið segir það sama við okkur foreldra, við systkin og vini.

Fjölbreytileiki, mannréttindi og mannvirðing eiga að ná inn í móðurkvið.  Að eyða fóstri er réttur móður/foreldra.  Að láta eyða fóstri á grundvelli þess að það sé piltur, stúlka eða með Downs er ekki val og á ekki að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál