Fimm leiðir til að koma í veg fyrir hrotur

Það getur verið erfitt að sofa þegar sá sem sefur …
Það getur verið erfitt að sofa þegar sá sem sefur við hliðina á þér hrýtur. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt verra en að geta ekki sofið fyrir hrotunum í maka sínum. En þær geta ekki bara haldið vöku fyrir öðru fólk heldur upplifa þeir sem hrjóta oft meiri höfuðverki og eru þreyttari og með minni athygli. Mydomaine fór yfir fimm ráð sem geta komið í veg fyrir hrotur, eitthvað sem ætti að vera öllum þeim til bóta. 

Að sofa á hliðinni

Þetta er líklega elsta trixið í bókinni og getur virkað mjög vel. Ef fólk á erfitt með að vera í þeirri stöðu er hægt að nota kodda til þess að styðja sig við. 

Nefplástrar

Hrotur geta líka stafað af stífluðu nefi og þá er sniðugt að nota sérstaka plástra fyrir nefið. En plástrarnir gera fólki kleift að anda betur. 

Ekki fá þér einn fyrir svefninn

Það er mælt með því að fólk drekki ekki vín þremur til fjórum klukkutímum áður en það fer að sofa. Fólk á það til að hrjóta allt að tíu sinnum meira ef það hefur verið að drekka áfengi fyrir svefn. 

Gerðu æfingar

Með því að gera tungu- og munnæfingar er hægt að minnka hrotur. Með því að renna tungunni afturábak og opna munninn og segja „aaaaaaah“ er hægt að minnka hrotur. Í ljós kom í rannsókn síðan 2015 að hrotur minnkuðu um 36 prósent hjá þeim sem gerðu æfinguna í þrjá mánuði 

Ræktaðu tónlistarhæfileikana

Rannsóknir hafa sýnt fram á það að þeir sem syngja eða spila á blásturshljóðfæri hrjóta minna. 

Besta leiðin til að koma í veg fyrir hrotur er …
Besta leiðin til að koma í veg fyrir hrotur er að sofa á hliðinni. mbl.is/Thinktstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál