Ertu svöng eða leiðist þér bara?

Fólk borðar stundum bara af því það er stressað.
Fólk borðar stundum bara af því það er stressað. mbl.is/Thinkstockphotos

Matur er einn af stærstu áhrifavöldum þegar kemur að góðri heilsu. Að borða þegar maður er svangur og hætta að borða þegar maður er saddur er eitthvað sem flestir vita að eigi að gera. Hins vegar er það nú þannig að margir borða of mikið.

Þegar þú veist ekki hvort þú sért svangur/svöng, taktu þá nokkrar sekúndur í það að hugsa af hverju þú ert að borða. Það getur verið gott að spyrja sig þessara spurninga hér að neðan sem koma frá Women’s Health. Þær geta gefið góða vísbendingu um hvort þú sért svangur og þurfir næringu eða þú sért bara að borða af gömlum vana.

Ertu búin(n) að borða síðustu klukkutíma?

Fólk ætti ekki að þurfa borða fyrr en þremur til fjórum klukkutímum eftir síðustu máltíð. Ef fólk verður svangt stuttu eftir að hafa borðað þá er það ekki að fá öll þau næringarefni sem það þarf í máltíðinni sem það borðaði á undan. Prótín og trefjar eru þau næringarefni sem tekur lengstan tíma að melta og halda því fólki söddu lengst.

Ertu pirruð/pirraður?

Oft er það slæmur hlutur þegar matarát tengist tilfinningum. Hins vegar er það sterkt merki um að við þurfum að borða þegar við erum orðin skapstirð.

Er vatnsglas nóg?

Fólk heldur oft að það sé svangt þegar það er í raun og veru bara þyrst. Prófaðu að drekka eitt vatnsglas áður en þú borðar og bíddu í tíu mínútur og sjáðu hvort þú þurfir raunverulega að borða.

Ertu að fara horfa á Netflix?

Hugsaðu þig aðeins um áður en þú kveikir á sjónvarpinu og teygir þig í snakkpokkann. Þetta er eitthvað sem fólk gerir ósjálfrátt, gott er að prófa að fá sér tyggjó eða drekka te.

Ertu stressuð/stressaður?

Matur lagar aldrei hlutina hvort sem fólk er stressað fyrir próf eða pirrað yfir rifrildi við vin. Það er betra að fara út í stuttan göngutúr, hugleiða í fimm mínútur eða hlusta á hressandi tónlist.

Það er betra að tyggja tyggjó yfir sjónvarpinu en að …
Það er betra að tyggja tyggjó yfir sjónvarpinu en að borða heilan snakkpoka. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál