Sjálfsfróun á blæðingum bætir heilsuna

Fullnæging getur haft góð áhrif á tíðaverki.
Fullnæging getur haft góð áhrif á tíðaverki. mbl.is/Thinkstockphotos

Það ætti að vera gott fyrir konur að stunda sjálfsfróun meðan á blæðingum stendur, heilsufarslegar ástæður mæla með því. Konur ættu því ekki að hika við að gera það meðan á þessum tíma stendur.

„Ég held það sé ekki af hverju þú ættir, heldur af hverju þú ættir ekki að gera það,“ sagði sambandsráðgjafinn Logan Leckoff við Women’s Health. En samkvæmt henni eru margar konur sem halda að þær eigi ekki að vera pæla í þessum hlutum meðan á blæðingum stendur, en það er byggt á misskilningi.

Ástæðan fyrir því að konur ættu að stunda sjálfsfróun á blæðingum er ekki bara sú augljósa staðreynd að það er gott heldur líka getur fullnæging minnkað tíðaverki. Líkaminn gefur frá sér hormón við fullnægingu sem virka eins og náttúruleg verkjalyf. „Fullnæging getur líka hjálpað þér að sofa,“ sagði Logan og bætir við að það sé mikið af heilsufarslegum ávinningum.

Í rannsókn gerðri af University of Virginia kom líka í ljós að konur upplifðu betri fullnægingu þegar þær voru á blæðingum.

Konur ættu ekki að hika við að stunda sjálfsfróun meðan …
Konur ættu ekki að hika við að stunda sjálfsfróun meðan á blæðingum stendur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál