Þetta gerist ef þú hættir að æfa í fríinu

Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en að …
Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en að það ákveður að taka sér frí frá ræktinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að sleppa því að pakka íþróttafötunum ofan í tösku þegar það skreppur í sólina í sumar en samkvæmt rannsókn frá University of Liverpool byrja vöðvarnir að rýrna verulega eftir tveggja vikna pásu frá æfingum. 

Samkvæmt Indy100 minnkar vöðvamassinn ekki svo mikið ef æfingum er sleppt í tvær vikur en um leið og þú æfir ekkert í yfir tvær vikur geta hlutirnir breyst. Ekki nóg með að vöðvarnir rýrni heldur aukast líkurnar á hjartasjúkdómum og sykursýki líka. 

28 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og var meðalaldur þeirra 25 ár. Þátttakendurnir voru ekki í gríðarlega góðu formi en hraustir og hreyfðu sig ágætlega mikið. Þeir héldu sama mataræði en minnkuðu hreyfinguna meðan á rannsókninni stóð. Í ljós kom að þeir fitnuðu. 

Þrátt fyrir að fólk taki sér frí frá æfingum meðan á sumarfríi stendur getur það á stuttum tíma komið sér í sama form og áður en því lengur sem fólk sleppir hreyfingu því erfiðara er að komast aftur í form. 

Ef maður sleppir því að hlaupa í yfir tvær vikur …
Ef maður sleppir því að hlaupa í yfir tvær vikur er ekki líklegt að maður nái að hlaupa jafn langt og maður gat fyrir pásuna. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál