Klámáhorf getur leitt til getuleysis

Klám getur verið slæmt fyrir kynheilsu karlmanna.
Klám getur verið slæmt fyrir kynheilsu karlmanna. Mbl.is/Thinkstockphotos

Aðgengi að klámi er alltaf að aukast og hefur til dæmis um helmingur drengja á aldrinum 11 til 16 ára horft á klám á netinu. Flestir vita að klám er ekki heilbrigt en nú sýnir ný bandarísk rannsókn fram á það að klám hafi slæmar afleiðingar á kynheilsu karlmanna.

Samkvæmt Indy100 leiddi rannsóknin það í ljós að mikið klámáhorf karlmanna geti leitt til getuleysis. Því er haldið fram að menn sem horfa mikið á klám séu líklegri til þess að hafa minni áhuga á alvörukynlífi með raunverulegum maka, það eru líka meiri líkur á því að maðurinn tengi verr við bólfélagann.

Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina á fólki milli tvítugs og fertugs fundu tengingu á milli þeirra sem horfðu oft á kynlíf og þeirra sem voru með litla kynlöngun eða þjáðust af getuleysi. En aðalrannsakandinn, doktor Matthew Christman, segir að það sé sérstakt hversu hátt hlutfall ungra karlmanna glími við getuleysi en klám geti verið ein skýringin.

„Þeim finnst eins og þeir eigi að geta gert það sem á sér stað í þessum myndum og þegar þeir geta það ekki skapar það mikinn kvíða,“ sagði Doktor Joseph Alukal.

Klám er oftar en ekki tengt við karla en áhorf kvenna var hins vegar líka kannað og hefur klámáhorf ekki jafnslæm áhrif á konur. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál