Seinkaðu breytingaskeiðinu

Stundum er hægt að hafa áhrif á breytingaskeiðið með fyrirbyggjandi …
Stundum er hægt að hafa áhrif á breytingaskeiðið með fyrirbyggjandi aðgerðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Meðalaldur hjá konum á breytingaskeiði er 51 árs en það eru þó alltaf einhverjar sem byrja á breytingaskeiðinu fyrir fertugt. Það er aðallega genasamsetning sem ræður því hversu snemma konur fara á breytingaskeiðið en Women’s Health fór yfir nokkur atriði sem geta hjálpað til við að seinka breytingaskeiðinu eða að minnsta kosti minnka einkennin sem fylgja breytingaskeiðinu.

1. Farðu yfir áhættuþætti

Sumar konur eru líklegri til þess að byrja fyrr á breytingaskeiðinu en aðrar. Genasamsetning, fjölskyldusaga og sjúkdómar geta gefið vísbendingar. Sumu er ekki hægt að breyta en hluti eins og reykingar og þyngd er hægt að hafa áhrif á. Það er gott að hafa þessa hluti. 

2. Æfðu vel en ekki of mikið

Það hjálpar til við að seinka breytingaskeiðinu að æfa vel. Það hjálpar til að hafa stjórn á hormónunum og halda þyngdinni í skefjum. Ofþjálfun getur hins vegar valdið því að breytingaskeiðið byrji of snemma. Fyrir þær sem vilja reyna að seinka breytingaskeiðinu ætti að varast ofþjálfun. 

Konur eru misgamlar þegar þær byrja á breytingaskeiðinu.
Konur eru misgamlar þegar þær byrja á breytingaskeiðinu. mbl.is/Thinkstockphotos

3. Hættu að reykja

Konur sem reykja eiga það til að byrja fyrr á breytingaskeiðinu. Efnin í sígarettum hafa vond áhrif á eggjaframleiðslu kvenna. Konur sem reykja fara einu til fjórum árum fyrr á breytingaskeiðið. Það getur því verið gott ráð að hætta að reykja.

4. Forðastu eiturefni í umhverfinu

Vísindamenn eru enn að rannsaka hvaða áhrif eiturefni úr nærumhverfi hafa áhrif á breytingaskeiðið. Bráðabirgðaniðurstöður sýna það að hlutir eins og farði með eiturefnum og vatnsflöskur geti haft áhrif á hormónin.

5. Hugsaðu um hvað þú drekkur

Þrátt fyrir að það hafi ekki fundist bein tenging á milli alkóhóls og breytingaskeiðs hefur mikil áfengisdrykkja og koffínneysla verið tengd við minnkandi frjósemi.

mbl.is/Thinkstockphotos

6. Hugsaðu um þyngdina

Ofþyngd fylgir oft of mikið af estrógeni í líkamanum sem getur leitt til þess að eggjastokkarnir virka ekki sem skyldi. Að sama skapi getur það að vera of léttur gert það að verkum að það slokknar á þeirri starfsemi í líkamanum sem ekki er talin lífsnauðsynleg, þar með talið frjóseminni. Að vera í kjörþyngd getur því hjálpað til við að seinka breytingaskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál