Hlaup geta lengt lífið

Hlaup geta minnkað líkur á ótímabærum dauða.
Hlaup geta minnkað líkur á ótímabærum dauða. mbl.is/Thinkstockphotos

Vísindamenn við Iowa State University hafa fundið það út að fyrir einn klukkutíma sem fólk hleypur geti það lengt líf sitt um sjö klukkutíma.

Indy 100 greinir frá því að þessi nýja rannsókn styðji við eldri rannsókn sem sýndi fram á að jafnvel fimm til tíu mínútna löng hlaup geti minnkað líkur á dauða.

Rannsókninni var stýrt af Duck-chul Lee sem er prófessor í hreyfingarfræði. Lee og samstarfsfélagar fundu út í rannsókninni að fara út að hlaupa gæti minnkað líkur á ótímabærum dauða um 40 prósent óháð hraða og vegalengd.

Það sem er áhugavert við rannsóknina er að fólk eyðir mun minni tíma í hlaupin en það fær í staðinn. Það mætti segja að fólk geti hlaupið af sér dauðann. Lee þótti samt ástæða til þess að benda á að hlaup geti ekki gert fólk ódauðlegt.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál