21 mínútu æfingalota ofurkroppsins

Anna Eiríksdóttir leikfimisdrottning í Hreyfingu veit hvernig best er að …
Anna Eiríksdóttir leikfimisdrottning í Hreyfingu veit hvernig best er að ná árangri. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Anna Eiríksdóttir leikfimisdrottning er búin að setja saman æfingalotu sem hver sem er getur gert heima hjá sér. Nú er engin afsökun fyrir því að hreyfa sig ekki. 

Klæddu þig í þægileg föt og komdu þér vel fyrir inni á heimilinu, nú eða í vinnunni. 

Æfingalotan samanstendur af sjö æfingum sem fólk gerir í 60 sekúndur hverja sem tekur sjö mínútur allt í allt. Hvílt er á milli en gott er að gera þessa æfingalotu alla vega þrisvar sinnum í heild sinni. 

Samtals skapa þessar þrjár æfingalotur 21 mínútu æfingu. Æfingarnar styrkja efri og neðri hluta ásamt því að keyra púlsinn aðeins upp.

„Snilld fyrir þá sem vilja taka eina stutta æfingu án þess að þurfa nein áhöld til þess,“ segir Anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál