Ósk hætti að lyfta og léttist um 11 kíló

Ósk Norðfjörð er sjö barna móðir.
Ósk Norðfjörð er sjö barna móðir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson

Sjö barna móðirin Ósk Norðfjörð er 11 kílóum léttari eftir að hún breytti æfingarútínu sinni. Hún hætti að lyfta í tækjasalnum og hóf aðrar æfingar. Í viðtali við Menn.is segir Ósk að hún hafi verið orðin aðeins of mjúk. 

„Ég var 20 prósent fita og magavöðvarnir í klessu og var farin að vera aðeins of mjúk að mínu mati. Ég var orðin þá 67 kíló, sem er það þyngsta sem ég hef verið. Ég var búin að vera mikið að lyfta lóðum í sal en breytti til og ákvað að gera eitthvað nýtt. Ég fór í tíma í spinning og body pump og svona þrektíma. Þetta finnst mér mjög gaman og hefur skilað mér miklum árangri. Ég er núna búin að léttast um um 11 kíló og bæta vöðvamassa, ég er núna 56 kíló og 9 prósent fita,“ segir Ósk. 

Ósk Norðfjörð er í toppformi.
Ósk Norðfjörð er í toppformi. Ljósmynd/Ólafur Harðarson

Þegar Ósk er spurð að því hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir konur hvernig þær eigi að koma sér í form eftir meðgöngu segir hún að það sé mikilvægt að setja sér raunhæf markmið. 

„Ef ég ætti að gefa mömmum ráð þá mundi það vera að setja sér raunhæf markmið. Skoða hvað er í boði, prófa sig áfram og velja sér eitthvað af því sem þú hefur gaman af að gera. Mesti árangurinn hjá manni er alltaf ef maður er að gera það sem gleður mann. Eftir hreyfingu fær maður endorfín, við það róast maður, þá gengur allt miklu betur og maður er hæfari að takast á við daginn. Alla vega virkar þetta svona fyrir mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál