Áttu í erfiðleikum með þyngdina

Adele.
Adele. mbl.is/AFP

Aðhald, megrun, kúr, átak eða hvað sem við köllum þær leiðir sem við notum til að grennast geta reynst þrautinni þyngri. Þetta er líka erfitt fyrir stjörnurnar þó svo að þær hafi efni á að vera með einkaþjálfara, kokk og næringarfræðing. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um andlegan styrk. Women’s Health tók saman sögur fimm stjarna sem áttu í erfiðleikum með líkamann sinn.

Khloé Kardashian

Raunveruleikastjarnan hefur grennst mjög mikið síðustu misserin og er hún þekkt fyrir það sem kallast hefndarlíkami. „Til að byrja með var þetta mjög erfitt, þetta voru lítil skref en mér byrjaði að líða svo miklu betur. Fyrstu 45 dagarnir voru bara, ég hata þetta,“ sagði Kardashian um hvernig henni hafi liðið í ræktinni fyrstu dagana. 

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. mbl.is/AFP

Adele

Eftir að söngkonan Adele eignaðist barn og var að undirbúa sig fyrir tónleikaferðalagið sem hún er á núna ákvað hún að léttast aðeins og komast í form. Að fara í ræktina er þó ekki það skemmtilegasta sem hún hefur gert. „Ég andvarpa aðallega,“ segir Adele og viðurkennir að henni finnst leiðinlegt að fara í ræktina og lyfta.

Adele.
Adele. mbl.is/AFP

Misty Copeland

Copeland er ein þekktasta ballerínan í heiminum í dag, hún er fyrsta þeldökka konan til þess að verða aðaldansari hjá American Ballet Theatre. Í nýrri bók segir hún frá því að hún hafi þyngst um tæp fimm kíló þegar hún var 19 ára eftir að hún byrjaði á getnaðarvarnarpillunni. „Að þyngjast um tæp fimm kíló á nokkrum mánuðum var óheilbrigt fyrir mig líkamlega og andlega,“ sagði Copeland. Áður en hún þyngdist var hún orðin atvinnudansari með fullkominn ballerínulíkama.

Ballerínan Misty Copeland.
Ballerínan Misty Copeland. mbl.is/AFP

Blake Lively

Leikkonan Blake Lively eignaðist sitt annað barn í fyrra og eins og svo margir aðrir ákvað hún að strengja áramótheit um að léttast. Í desember í fyrra birti hún mynd á Instagram þar sem hún sagði frá áramótaheitinu en hún ákvað að reyna komast aftur í gömlu gallabuxurnar.

Blake Lively.
Blake Lively. mbl

Kelly Osbourne

Kelly Osbourne byrjaði fyrir nokkrum árum að létta sig. Hún hætti ekki bara að borða skyndibita heldur hætti hún líka að bera sjálfa sig saman við aðra. „Ég er mjög stolt núna þegar ég horfi í spegil og hata ekki það sem ég sé. Ég hugsa ekki lengur af hverju lít ég ekki út eins og þessi eða hin?“

Kelly Osbourne.
Kelly Osbourne. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál