„Ég er stanslaust að reyna að stækka mig“

Anna Einarsdóttir varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í fitness.
Anna Einarsdóttir varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í fitness.

Anna Einarsdóttir framkvæmdastjóri í Sportstöðinni á Selfossi hellti sér út í fitness fyrir rúmlega ári síðan og varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í fitness. Smartland hafði samband við Önnu, sem er þriggja barna móðir, og spurði hana hvernig hún hafi náð þessum árangri. „Ég hafði samband við einkaþjálfara og fór strax að lyfta skipulega í fjarþjálfun. Ég tók mataræðið í gegn og byrjaði að lyfta 6 sinnum í viku. Ég er stanslaust að reyna að stækka mig. 3 svar í viku tek ég neðri hluta líkamans og 2 svar tek ég axlir og hendur og bak einu sinni í viku. Ég æfi kviðvöðvana annan hvern dag,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í mataræði sitt segist hún borða eins hreinan mat og kostur gefst. „Ég borða alltaf á tveggja tíma fresti og hef matinn próteinríkan. Ég vel hreina fæðu og borða til dæmis mikið af hafragraut, skyri, grænmeti, ávöxtum, kjúklingi, hýðishrísgrjónum og fiski,“ segir hún og játar að drekka helst bara vatn og einstaka sinnum kaffi.

Aðspurð út í neyslu á sætindum segist hún aðeins borða sælgæti á laugardögum. „Það er aldrei neitt bannað hjá mér, um leið og hlutir eru bannaðir og manni „mistekst“ byrjar niðurbrot og þá hættir þetta að vera skemmtilegt. Ég reyni bara að borða hollt að því mig langar til þess og ég veit hvað rétt næring getur gert það að verkum að þú nærð miklu skjótari árangri í ræktinni.“

Þegar Anna er beðin um að gefa góð ráð varðandi hreyfingu þá segir hún að það skipti öllu máli að gefast aldrei upp. „Ég ráðlegg þeim sem hafa áhuga á því að byrja í ræktinni að halda áfram sama hvað þetta er erfitt fyrst og hvað þeim finnst þeir asnalegir. Þetta var rosalega erfitt fyrst og oft langaði mig að hætta en eiginmaðurinn minn gaf mér ekki leyfi,“ segir hún og hlær.

Anna Einarsdóttir.
Anna Einarsdóttir.
Anna Einarsdóttir.
Anna Einarsdóttir.
Anna Einarsdóttir.
Anna Einarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál