Jóna Vestfjörð orðin lögmaður á LOGOS

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson.
Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur hefur hafið störf hjá lögmannsstofunni LOGOS. Auk þess að vinna á LOGOS rekur Jóna verslunina Seimei ásamt móður sinni. Jóna er nú flutt til Íslands en hún er gift fótboltamanninum Hólmari Erni Eyjólfssyni. vb.is greinir frá þessu. 

Jóna hefur búið erlendis í áratug, nú síðast í Þrándheimi í Noregi. Þar sinnti hún fjarvinnu í tengslum við Seimei og stundaði fjarnám í verðbréfamiðlun. Um tíma starfaði hún einnig hjá lögmannsstofunni Bjerkan Stav Advokatfirma Trondheim. Jóna útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2018. 

Lesendur Smartlands þekkja Jónu vel en hún var gestur Heimilislífs 2019. 

Í fyrra greindi Smartland frá því að Gríma Björg Thorarensen hefði hannað nýtt eldhúsi fyrir Jónu sem býr nú í Garðabænum. Eins og sést á myndunum úr eldhúsinu var samspil fegurðar og góðs skipulags í hámarki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál