Náðu í bestu afslættina fyrir jólagjafainnkaupin

Ef þú ætlar að næla þér í góða afslætti þarftu …
Ef þú ætlar að næla þér í góða afslætti þarftu að vera skipulagður og þolinmóður. Ljósmynd/Unsplash/Freestock

Ein stærsta afsláttarvikan á netverslunum er gengin í garð. Það getur verið mikil vinna að finna bestu afslættina á netinu og enn meiri vinna að finna allt sem er á jólagjafalistanum. Smartland tók saman nokkur ráð um hvernig þú getur sparað sem mest í jólagjafainnkaupunum. 

Skipulag númer 1, 2 og 3

Það er mjög gott að vera með skipulag þegar þú ferð inn í jólagjafainnkaupin. Vertu með lista yfir alla þá sem þú ætlar að gleðja um jólin. Það er líka góð hugmynd að vera með 2-3 hugmyndir að jólagjöfum fyrir hvern og einn ef ske kynni að eitthvað sé uppselt. Þá veistu líka mun betur að hverju þú leitar að og ert ólíklegri til að kaupa eitthvað sem þú ætlaðir ekki að kaupa.

Notaðu leitarvélar vel

Það eru gríðarlegar margar vefverslanir þarna úti og það getur verið eins og að leita að nál í heystakki að finna vöruna sem þú ert að leita að. Það er hins vegar algjört þjóðráð að nýta Google til að einfalda leitina. 

Sláðu inn vöruna sem þú ert að leita að á Google og bættu við orðinu „afsláttur“ fyrir aftan. Þá ættir þú að fá upp nokkra valmöguleika. Betra er að slá inn almennt orð yfir það sem þú ert að leita að í staðin fyrir ákveðið vörumerki. Það virkar samt líka.

Gerðu verðsamanburð og mundu eftir sendingarkostnaðnum

Núna þegar þú ert búinn að fá upp nokkrar vörur í leitarvélinni geturðu borið saman verðið. Það er gott að setja vöruna í körfuna á síðunni og halda áfram í ferlinu til að skoða hvaða sendingarmöguleikar eru í boði. Yfirleitt er ódýrast að sækja vöruna í verslun en það er þó ekki á allra færi. Það er því gott að gera auka verðsamanburð á hvaða fyrirtæki býður upp á ódýrustu sendinguna og hvort hún henti þér.

Andaðu inn og út

Það er mikil þolinmæðisvinna að versla inn jólagjafir, sama hvort það sé í persónu korter í jól eða á netinu í nóvember. Það tekur tíma að finna góða afslætti en það er vel þess virði á þessum undarlegu tímum. Andaðu inn og út og ekki leyfa tilboðunum að hlaupa með þig í gönur.

Það sparar manni sporin að versla á netinu en mundu …
Það sparar manni sporin að versla á netinu en mundu eftir að fylgjast vel með sendingarmöguleikum og kostnaði sem þeim fylgir. Ljósmynd/Unsplash/Brooke Lark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál