Gettu hvað þau spöruðu á edrú-mánuði

Guttormur Árni er á því að ef við gerum holla …
Guttormur Árni er á því að ef við gerum holla hluti fyrir fjármálin okkar munum við ná auknum tökum á fjárhagslegu heilbrigði sem skilar sér í meiri jákvæðni á öllum sviðum í lífinu. Ljósmynd/Aðsend

Edrú-áskorun hjá Meniga vakti áhuga á dögunum enda hefur umræða um andlega og líkamlega heilsu verið áberandi að undanförnu. Edrú-áskorunin gengur út að fólk sem notar Meniga-snjallforritið, sem má sækja ókeypis í snjallsíma, eyði engu í áfengi í febrúarmánuði.

Guttormur Árni, þjónustustjóri Meniga, segir að með því að nota Meniga-snjallforritið geti fólk stuðlað að bættri fjárhagsheilsu, sem sé ekki síður mikilvæg en andleg og líkamleg heilsa. Áskoranir sem taka má í Meniga-snjallforritinu eru mikilvægur þáttur í þessu.

Heildarsparnaður tugir milljóna

„Það er rúmt eitt ár síðan að áskoranir fóru í loftið hjá okkur og voru þær gerðar til að ýta undir jákvæðar venjur hjá fólki. Við viljum stuðla að góðri fjárhagslegri heilsu þeirra sem nota appið okkar, enda hafa rannsóknir sýnt að allt að 40% af því sem við gerum dagsdaglega er gert af einskærum vana.

Ef við venjum okkur á að gera holla hluti fyrir fjármálin okkar munum við ná auknum tökum á fjárhagslegu heilbrigði sem skilar sér í meiri jákvæðni á öllum öðrum sviðum í lífi okkar.“

Hann segir að heildarsparnaður notenda sem tekið hafa þátt í áskorunum hjá Meniga sé tugir milljóna. 

„Heildarsparnaðurinn til þessa telur um 79 milljónir króna til þessa. Það gerir um það bil 24.500 kr. á heimili en rúmlega þrjú þúsund manns hafa tekið þátt í áskorunum hjá okkur. Þetta virkar þannig að forritið sér um að velja áskorun fyrir viðkomandi. Þeir sem eyða töluverðum upphæðum í hverjum mánuði í áfengi, geta fengið uppástungu um að prófa edrú mánuð, þeir sem eyða í skyndibita gætu fengið þá áskorun að eyða minna í skyndibita og þar fram eftir götunum. Fólk getur líka sett upp eigin áskoranir.“

Að taka fjármálin í gegn eins og hver önnur lífsstílsbreyting

Guttormur segir ótrúlega áhugavert að vera hluti af teymi Meniga, enda séu notendur Meniga-snjallforritsins yfir 50.000 talsins hér á landi. Þótt fyrirtækið hafi einungis verið starfandi í tæplega tíu ár er saga þess mögnuð. Meniga þjónustar nú yfir 80 fjármálastofnanir í yfir 30 löndum og nær til 65 milljónir manna víðs vegar um heiminn. 

Guttormur líkir því að taka fjármálin í gegn við aðrar lífsstílsbreytingar. „Þegar þú ætlar að taka heilsuna í gegn ferðu til dæmis í ræktina. Þú byrjar á að stíga á vigtina og gerir síðan áætlanir um mataræði og æfingar. Það sama á við um fjármálin. Ef þú sækir Meniga-appið  ertu að fara á vigtina – síðan færðu uppástungur frá okkur um leiðir til að spara og eignast meiri pening fyrir því sem þig langar að gera í lífinu.

Ef það að minnka eyðslu í skyndibita eða lækka kostnað við matarinnkaupin getur látið drauminn um að eignast eigin íbúð rætast eða fara í draumafríið þá er til mikils að vinna að okkar mati.“

Guttormur er sammála því að fjármálin séu kvíðavaldandi fyrir marga og að oft þurfi aðstoð til að líta á fjármálin sín á meira valdeflandi hátt. „Það er ekkert að óttast. Fyrsta skrefið er bara að skoða stöðuna og byrja smátt, t.d. að setja upp eina áskorun. Að þessu leyti erum við hjá Meniga á svipaðri línu og mörg heilsusnjallforrit sem aðstoða fólk við að fara heilbrigðari leiðir í lífinu.“

Það upplifir enginn hugarró þegar fjármálin eru út og suður

 Hvað kom af stað þínum áhuga á þessum málum?

„Ég hef unnið hjá Meniga í fjögur ár og hef lifað og hrærst í þessum heimi með notendum Meniga allan þennan tíma. Þó að ég hafi gaman af þessu þarf ég sjálfur að vera vakandi fyrir því í hvað ég eyði. Ég er á því að þetta sé eitthvað sem maður þarf alltaf að vera meðvitaður um. Maður getur alltaf gert betur og uppskeran hvað bætta fjárhagslega heilsu er í takt við þá vinnu sem lögð í að efla hana.“

Að lokum mælir Guttormur með að fólk taki inn í reikninginn hjá sér þessa fjármálaheilsu sem stóran undirliggjandi þátt í vellíðan og hamingju.

„Það að vera í líkamlega góðu formi skiptir miklu máli. Andleg vellíðan líka. Það upplifir enginn ró í huga þegar fjármálin eru út og suður. Að nota Meniga-appið er góð og ókeypis leið til að efla fjárhagslega heilsu, skref fyrir skref.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál