Segir konur ekki geta fengið allt

Michelle Obama er hreinskilin kona.
Michelle Obama er hreinskilin kona. AFP

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, kaupir það ekki að konur geti sinnt börnum sínum, hjónabandi og skarað fram úr á vinnustaðnum allt á sama tíma. Obama er ekki aðdáandi aðferðar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, sem boðaði þessa hugsjón í bók sinni Stígum fram. 

Elle greinir frá því að Obama hafi staðhæft þegar hún var að kynna endurminningabók sína í New York að það væri ekki jafnrétti í hjónabandi. Hún segist segja konum að „þú getur fengið allt“-setningin sé lygi. „Nei, ekki á sama tíma - það er lygi,“ sagði forsetafrúin fyrrverandi um hvort konur geti fengið allt.

Obama segist í bókinni hafa átt erfitt með að sætta sig við að það væri ekki fullkomið jafnrétti í hjónabandi. Þá var eiginmaður hennar, Barack Obama, í kosningabaráttu og það lent á henni að sjá um heimilið, dætur þeirra tvær og sinna starfi sínu sem lögfræðingur. 

Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna.
Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál