10 störf sem valda mesta stressinu

Er stressið að gera út af við þig í vinnunni?
Er stressið að gera út af við þig í vinnunni? mbl.is/Thinkstockphotos

Það þekkja það margir að finna fyrir stressi í tengslum við vinnuna. Það fer auðvitað eftir fólki hvað veldur stressi og þá hvers konar störf valda stressi en Career Cast tók saman þau störf árið 2018 sem þykja skapa mesta stressið. 

Niðurstöðurnar voru fengnar með því vega og meta þætti eins og ferðalög, möguleika á að vaxa í starfi, líkamlega áreynslu, áhrif umhverfis, áhættu í starfi, tengsl við almenning, samkeppni, áhætta á dauða eða alvarlegum slysum, ábyrgð á lífi fólks, skilafresti og vinnu í sviðsljósinu.  

Hér má sjá lista yfir það fólk sem vinnur hvað mest stressandi störfin ef farið er eftir niðurstöðunum. 

1. Hermenn

2. Slökkviliðsmenn

3. Flugmenn 

4. Lögreglumenn

5. Viðburðastjórar

6. Blaðamenn

7. Fréttamenn í beinni útsendingu

8. Fjölmiðlafulltrúar

9. Yfirmenn í fyrirtækjum

10. Leigubílstjórar

Slökkviliðsmenn eru sagðir vinna stressandi starf.
Slökkviliðsmenn eru sagðir vinna stressandi starf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál