Hvernig geta listamenn framfleytt sér?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„„Það dregur ákaflega úr sköpunarkraftinum að hafa fjárhagsáhyggjur,“ sagði ung myndlistarkona þegar ég spurði hana hvernig henni gengi að sjá sér farborða.  

Þó nokkrir listamenn hafa tjáð mér að það sé nær ómögulegt að lifa á listinni á Íslandi. Sumir vinna við kennslu til að drýgja tekjurnar og aðrir vinna önnur störf til að geta haldið áfram að sinna listinni,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Gildi skapandi greina

Árið 2012 kom út skýrsla á vegum stjórnvalda sem ber yfirskriftina: Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Þar er meðal annars vísað til hagrænnar rannsóknar sem gerð var á framlegðaráhrifum skapandi greina. Þar kemur einnig skýrt fram að þó efnahagslegt vægi skapandi greina sé sannarlega mikilvægt, hafi þær þó fyrst og fremst listrænt og samfélagslegt gildi.

„Skapandi greinar snerta mörg svið atvinnulífs og samfélags. Má nefna að þær hafa í auknum mæli áhrif á aðrar atvinnugreinar t.d. ferðaþjónustu. Þar sem listrænar og menningarlegar upplifanir skipta æ meira máli sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.“ (Skapandi greinar – sýn til framtíðar, bls. 47)

Hróður íslenskrar listar og menningararfs hefur borist víða undanfarin ár, enda hefur fjöldi ferðamanna aukist til mikilla muna og hluta þeirrar aukningar má rekja til fjölskrúðugs listalífs á Íslandi.

Undirstaða skapandi greina er skapandi fólk. Skapandi hugsun nýtist í ýmsum greinum og mikilvægi hennar kemur til með að aukast á komandi árum eftir því sem fjórðu iðnbyltingunni fleytir fram. Öll getum við því verið sammála um mikilvægi þess að tryggja skapandi fólki grundvöll til að vaxa og dafna á íslenskri grundu.

Þó að aðgengi að fjármagni hafi aukist og styrkjamöguleikar fjölmargir, krefst það bæði skipulags og lagni að sækja um styrki og mörgum finnst það flókið.

Hvernig er hægt að styrkja innviðina?

Mörg sitjum við uppi með peningahugmyndir sem standa í vegi fyrir framgangi okkar. Með því að bera kennsl á þær getum við breytt afstöðu okkar til peninga.

Mýtan um fátæka listamanninn er alls ekki sönn þó að hún sé svo sannarlega lífseig.

Þess vegna býður undirrituð fólki úr skapandi greinum að skrá sig á vinnustofu sem haldin er í húsakynnum Sambands íslenskra myndlistarmanna fimmtudaginn 29. nóvember.

Þessi vinnustofa er fyrir þig ef þú vilt læra hvernig þú getur beitt innsæinu til að ná árangri á fjármálasviðinu. Þú hefur áhuga á tileinka þér nýstárlegan hugsunarhátt tengt peningum, því þú hefur fengið nóg af innri togstreitu og ert tilbúin/n að breyta sambandi þínu við peninga.

Við förum einnig yfir styrkjamálin og lærum aðferðir sem hægt er að nýta sér til að sækja um styrki – og fá þá.  HÉR er hægt að skoða vinnustofuna nánar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál