Fjögurra barna móðir lét drauminn rætast

Júlía Margrét Guðbjargardóttir er hér lengst til hægri á myndinni. …
Júlía Margrét Guðbjargardóttir er hér lengst til hægri á myndinni. Hún lét drauminn rætast með því að fara loksins í enskuskóla.

Enskuskóli Erlu Ara leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Júlía Margrét Guðbjargardóttir er gift fjögurra barna móðir með verslunarpróf sem sótti enskunámskeið í skólanum og fór í tveggja vikna námskeið í Kent School of English á Englandi á vegum Enskuskóla Erlu.

„Haustið 2017 ákvað ég að skrá mig í enskunám sem býður upp á frábæra kennslu fyrir 35 ára og eldri. Erla kenndi mér þegar ég var unglingur og vissi ég því að hverju ég gekk. Skólinn  býður líka upp á tveggja vikna námsferðir til Englands, bæði fyrir unglinga og fullorðna sem að sjálfsögðu eru ekki í sama prógrammi. Í fyrra gáfum við syni okkar í fermingargjöf námsferð til Englands á vegum Erlu og var hann alsæll með ferðina. Allt stóðst og skipulagningin frábær.

Í ár lét ég svo gamlan draum rætast og fór sjálf 52 ára gömul. Ferðin var hreint út sagt frábær og framar mínum björtustu vonum í alla staði. Skólinn frábær, enska mamman dásamleg og Erla algjörlega toppkona í skipulagningu og skemmtidagskrá. Ekki má gleyma að hópurinn sem samanstóð af 35 konum var algjörlega upp á tíu. Dásamlegar konur á öllum aldri.“

Á næsta ári fermist fjórða barn þeirra hjóna og mun það fá námsferð með Erlu til Englands í fermingargjöf. 

Júlía Margrét segir að ferðin hafi aukið sjálfstraust hennar og þekkingu. Að andrúmsloftið í tímum hafi verið afslappað og skemmtilegt sem gerir það að verkum að auðveldara er að læra. 

„Að mínu mati geta allir lært eitthvað nýtt, sama á hvaða aldri við erum.“

Hér er hópurinn í kvöldgöngu meðfram ströndinni.
Hér er hópurinn í kvöldgöngu meðfram ströndinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál