14 hlutir sem þú þarft að kunna um fertugt

Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu.
Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu. Samsett mynd

Shelly Emling, ritstjóri The Girlfriend og fyrrverandi rithöfundur, tók saman nokkra hluti sem konur eiga að kunna þegar þær verða fertugar. 

1. Hættu að biðjast afsökunar

Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á öllu. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á að hafa ekki haft tíma til að raka þig áður en þú ferð til kvensjúkdómalæknis. Ef þú ert of upptekin til að vinna sjálfboðaliðastarf, eða nennir því ekki, segðu bara að þú getir það ekki. Ekki afsaka þig. Geymdu afsökunarbeðnina þangað til þú hefur í raun og veru gert mistök, eins og ef þú bakkar óvart á bíl nágrannans.

2. Lærðu að ljúga blákalt „Takk mig langaði einmitt í þetta“

„Þú lítur vel út í þessu.“ „Ég lofa að segja engum.“ Stundum þarftu ekki að segja allan sannleikann, lærðu að komast fram hjá því að særa einhvern eða koma einhverjum í uppnám með einföldum lygum. Segðu sannleikann þegar þú getur, en þegar þú þarft að ljúga, gerðu það blákalt.

3. Vertu með þykkan skráp

Lífið getur verið erfitt stundum. Þú færð á þig gagnrýni sem getur verið erfitt að heyra. Gagnrýni getur verið góð og eyðileggur líf þitt ekki á svipsstundu. Settu hlutina í stóra samhengið og þá sérðu að þeir skipta ekki jafnmiklu máli og þú hélst fyrst um sinn.

4. Nýttu stundirnar sem þú ert ein

Nokkrir klukkutímar eða heill dagur án krakkanna geta verið fáir. Fyrsta hugsunin er oft að koma öllu í verk á þeim tíma. Njóttu frekar þeirra fáu stunda sem þú átt ein. Þú getur til dæmis nýtt þær í eitthvert áhugamál eða hliðarverkefni sem þú átt sjálf.

5. Lærðu á kynfæri þín

Já þú átt að geta logið, en ekki ljúga til um fullnægingu. Lærðu á sjálfa þig og segðu maka þínum hvað þarf til.

6. Lærðu að nota titrara

Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum mæla með notkun kynlífstækja til að auka kynheilbrigði kvenna. Kauptu þér því titrara og taktu hann með í rúmið. Ef þér finnst það eitthvað vandræðalegt, minntu sjálfa þig á að læknar mæla með þeim.

Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu.
Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu. Samsett mynd

7. Lærðu að meta mismunandi vinskap

Góðir vinir eru mjög mikilvægir. Það er líka mikilvægt að þekkja mismunandi fólk til að upplifa ólík viðhorf til lífsins. Það er líka skemmtilegt að eiga vini sem eru ekki allir sama týpan. Það er ekki ólöglegt að eiga vinkonur sem eru 10 árum eldri eða yngri en þú.

8. Skrásettu hversdagslegu hlutina sem skipta máli

Auk þess að skrásetja tímamót í lífi þínu og fjölskyldu þinnar er einnig gaman að eiga myndir og myndbönd af hversdagslegum kvöldverði. Þú manst kannski hvernig herbergi barna þinna voru þegar þau voru 7 ára, en kannski manstu það ekki. Hversdagslegu hlutirnir eru líka góðar minningar fyrir þig og fjölskyldu þína.

9. Það er í lagi að fara sofa klukkan 9 á kvöldin

Það er meira að segja í lagi að fara sofa klukkan 8.

10. Það er hættulegt að taka maka sínum sem gefnum hlut

Fólk sem hefur verið í sambandi í mörg ár á það til að taka maka sínum sem gefnum hlut. Taktu eftir litlu hlutunum sem maki þinn gerir fyrir þig.

11. Gott viðmót kemur þér langt

Gott skap smitar út frá sér. Það gerir líka vont skap, umkringdu þig fólki sem hefur jákvæð áhrif á þig og reyndu að hafa jákvæð áhrif á það.

12. Vertu til staðar fyrir fólkið þitt

Þegar fólkið þitt er að ganga í gegnum eitthvað erfitt, eins og fráfall einhvers nákomins eða skilnað, vertu til staðar fyrir það. Vinir þínir munu kunna að meta það og verða þakklátir fyrir nærveru þína. Það mun einnig styrkja samband ykkar að vera saman á erfiðum tímum, en líka á gleðistundum.

13. Lærðu að þótt einhver sé upptekinn 24/7 er hann ekki mikilvægari eða æðri öðrum

Ef þú ert alltaf upptekinn, þá ertu einmitt það, upptekinn.

14. Það snýst ekki allt um þig

Ótrúlegt en satt þá snýst heimurinn ekki í kringum þig. Þegar maður er ungur þá á maður það til að finnast veröldin snúast í kringum mann. Þú átt eftir að læra það að lífið snýst ekki alltaf um þig, heldur er fólk almennt upptekið af sjálfu sér. Ef einhver segir eitthvað sem særir þig, er nánast öruggt að það tengist einhverju sem er í gangi í þeirra lífi en ekki þér og þínu lífi.

Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára.
Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára. ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál