Bestu bækurnar í ferðalagið

Það er huggulegt að lesa bækur á ferðalagi.
Það er huggulegt að lesa bækur á ferðalagi. Pexels

Framundan eru ferðahelgar ársins og því gott að vera vel undirbúin/n. Ef planið er að hafa það notalegt er tilvalið að koma við í næstu bókabúð og næla sér í nokkrar bækur til að lesa í ferðalaginu. Einnig er hægt að næla sér í bækurnar í formi rafbóka í Bókabúð Forlagsins eða Amazon. Þá eru þær einnig aðgengilegar sem hljóðbækur og tilvalið að skella einni bók í græjurnar í bílnum.

Fyrir fallið eftir Noah Hawley

Hawley er höfundur sjónvarpsþáttanna Fargo. Fyrir fallið fjallar um einu eftirlifandi farþega einkaþotu sem hrapaði í hafið.

Konan í glugganum eftir AJ. Finn

Þetta er fyrsta skáldsaga AJ. Finn, en gerð á kvikmynd eftir bókinni er í bígerð. Konan í glugganum fjallar um sálfræðinginn Önnu Fox. Hún verður vitni að óhugnanlegu atviki er hún fylgist með nágrönnum sínum út um gluggann.

Samfeðra eftir Steinunn G. Helgadóttur

Samfeðra er skemmtileg fjölskyldusaga eftir Steinunni en hún hefur áður skrifað bókina Raddir út húsi loftskeytamannsins. Samfeðra fjallar um ungan dreng sem uppgötvar að hann eigi ellefu hálfsystkini víða um landið. Hann leggur því upp í hringferð til að kynnast systkinum sínum.

Samsett mynd

Fléttan eftir Laetitia Colombani

Fléttan hefur fengið mikið lof síðan hún kom út, en hún fjallar um þrjár ólíkar konur í ólíkum aðstæðum.

Stormfuglar eftir Einar Kárason

Nýjasta bók Einars Kárasonar fjallar um baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöflin.

Meistararnir eftir Hjört Marteinsson

Bókin fjallar um tíu ára dreng árið 1972 sem fylgir afa sínum eftir á Evrópumót öldunga í frjálsum íþróttum í Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál