5 bækur sem Bill Gates mælir með

Bill Gates í skemmtilegri umfjöllun um bækur sem hann vill …
Bill Gates í skemmtilegri umfjöllun um bækur sem hann vill að þú lesir í sumar. Ljósmynd/skjáskot Youtube

Samkvæmt Times ætlast Bill Gates til þess að þú notir sumarið til að brjóta heilann. Hann hefur gert lista yfir þær fimm bækur sem allir verða að lesa á þessum tíma ársins. Hvers vegna koma slæmir hlutir fyrir gott fólk? 

Þeir sem ætla að liggja á ströndinni í sumar þurfa ekki að örvænta. Gates segir þessar bækur verulega skemmtilegar að lesa og að flestar séu verulega stuttar og fljótlesnar.

Hér eru bækurnar sem  hann vill að þú lesir:  

Leonardo da Vinci, eftir Walter Isaacson

Bill Gates hlotnaðist dagbók eftir Leonardo da Vinci frá árinu 1990. Allt frá þeim tíma hefur hann verið heillaður af listamanninum. „Þessi bók gefur innsýn í hversu sérstakur listamaður da Vinci var,“ segir Gates um bókina. „Þegar þú lítur yfir allt sem listamaðurinn gerði og á þá fáeinu hluti sem honum ekki tókst, þá stendur forvitni hans og tilfinning fyrir kraftaverkum.“

Ljósmynd/Skjáskot Youtube

Everything Happens for a Reason: and Other lies I´ve Loved, eftir Kate Bowler

Eina sjálfsævisagan á þessum lista er saga Bowler hvernig hún barðist við krabbamein í ristli. Ástæðan? Vegna þess að hún er að leitast við að spyrja: Af hverju? Bowler er trúrækinn fræðimaður, veltir fyrir sér hugtökum eins og trú og örlögum og fer í gegnum nokkur stig sjúkdómsins. Efnistök eru með húmor og Gates segir eftirtektarvert að geta skrifað sig í gegnum þessa lífsreynslu, á eins heiðarlegan og hreinskilinn hátt og hún gerir, en með húmorinn að vopni.

Ljósmynd/skjáskot Youtube

Lincoln in the Bardo, eftir George Saunders

Saunders skrifar bók sem fjallar um dauða Willie sem er sonur Abraham Lincoln. Þetta er fyrsta bók rithöfundarins. Saunders notar útdrætti úr sögubókum og Gates segir: „Ég elska að sjá hvernig hann notar þessar tilvitnanir til að sýna hversu léleg við erum í að muna fortíðina. Þetta minnir mig á söngleikinn Hamilton, sem fjallar um það sama. Hvernig þeir sem fjalla um söguna breyta henni eða móta hana.“

Ljósmynd/Skjáskot Youtube
„Það er í mannlegu eðli að vera forvitinn um hvaðan við komum,“ segir Gates. „Sögur um uppruna sameina fólk í gegnum forsögu sem tengir okkur og lífsgildi okkar.“ Hugmyndin að baki þessarar bókar er frá Big History, sem Gates hefur miklar mætur á en námskeiðið fjallar um upphaf og þróun lífs í heiminum.
Ljósmynd/Skjáskot Youtube
Ljósmynd/Skjáskot Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál