Fræga fólkið sem sleppir áfenginu

Allsgáð og flottar fyrirmyndir.
Allsgáð og flottar fyrirmyndir. Ljósmyndir/AFP.

Á meðan flest okkar hafa einhvern tímann á ævinni sopið einu glasi of mikið af kampavíni eru fjölmargir sem hafa tekið þá stefnu í lífinu að lifa án áfengis. Í Hollywood er erfitt að ímynda sér stórhátíðir án þess að fá sér í það minnsta eitt kampavínsglas.  Womens Health tók saman lista af 52 frægum einstaklingum sem ekki drekka. Hér eru nokkrir þeirra og saga þeirra sögð. 

Bradley Cooper

Leikarinn ræddi fráhald sitt og edrúmennsku í forsíðuviðtali GQ árið 2013, þar sem hann útskýrði að 29 ára að aldri hefði hann gert sér grein fyrir því að ef hann héldi áfram að drekka með óbreyttum hætti hefði það skemmandi áhrif á líf hans.

Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér.
Heitur Cooper þarf ekki drykk til að skemmta sér. Ljósmynd/AFP.

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið í fráhaldi frá áfengi síðan. Hún ræddi fíkn, vandamál sín og edrúmennsku í viðtali sama ár. Í viðtalinu ræðir hún um virðingu sína fyrir þeim sem horfast í augu við sjálfa sig og eru tilbúnir að gera betur. Hún segist vera á móti því að hafa skoðun á hvað fólk er að gera, en segir að hún taki ekki þátt í því að tala léttúðlega um misnotkun áfengis og áhrif þess enda hafi hún misst marga mikilvæga í kringum sig úr sjúkdóminum. 

Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel …
Eva Mendes og Ryan Gosling. Þau virðast skemmta sér vel þrátt fyrir að hún smakki það ekki. Ljósmynd/AFP.
Russell Brand
Brand hefur verið rætt einstaklega opinskátt um fíkn sína í langan tíma. Hann hefur verið í fráhaldi frá áfengi í 14 ár. Hann hefur sem dæmi gefið út bók til að aðstoða aðra sem eru í sömu sporum og hann. Brand er þekktur fyrir að einfalda 12 spora kerfið og er duglegur að benda á að eflaust erum við flest öll að fixa okkur á einhvern hátt. Hann segir að þetta sé bók með ráðum frá stjörnu sem hefur fixað sig með heróíni, alkóhóli, kynlífi, frægð, mat og eBay.
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um …
Russell Brand er leikari sem hefur lagt sig fram um að eyða fordómum tengdum fíkn. Enda segir hann fíkn víða. Ljósmynd/AFP.

Blake Lively

Kvikmyndastjarnan drekkur ekki áfengi og hefur aldrei snert við vímuefnum. Hún hefur rætt um það opinberlega að hún hafi hreinlega aldrei fengið löngun til að vera fjarverandi í lífinu sínu.

Blake Lively flott að vanda.
Blake Lively flott að vanda. Ljósmynd/AFP.
Kendrick Lamar
Árið 2013 ræddi rappari ársins við tímaritið GQ um hvernig hann er í algjöru fráhaldi frá áfengi og eiturlyfjum. Tónlistarmaðurinn ólst upp á heimili þar sem misnotkun á áfengi og öðrum efnum átti sér stað og vildi þar af leiðandi vera leiðtogi fyrir annars konar heilbrigt líferni. 
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar.
Kendrick Lamar á BRIT-verðlaunaafhendingunni í febrúar. Ljósmynd/AFP.
Kim Kardashian West

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð á samfélagsmiðlum drekkur Kardashian-systirin ekki. Khloe systir hennar lét hafa eftir sér í Elle að Kim drykki ekki áfengi, hvort sem hún er ólétt eða ekki. Hún hafi bara aldrei verið fyrir áfengi.

Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi.
Kim er með sitt á hreinu þegar kemur að áfengi. Ljósmynd/AFP.
Chris Martin

Aðalsöngvarinn í Coldplay hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í djammi í kringum hljómsveit sína á árum áður en nú sé hann algjörlega búinn að tileinka sér lífstíl án áfengis. Sjá viðtal í Guardian.

Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana.
Chris Martin er ánægður með lífið þessa dagana. Ljósmynd/AFP.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál