Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi.
Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. AFP

Bill Gates, stofnandi Microsoft, var lengi vel ríkasti maður í heimi. Peningar leysa þó ekki allan vanda og hefur Getes sína veikleika og áhyggjur í starfi sínu eins og annað fólk. 

Business Insider greinir frá því að Gates var spurður að því í Hunter Collage í New York hverjir veikleikar hans væru og hvað geri hann áhyggjufullan í starfi. Í ljós kom að ráðningarferli og stjórnun eru ekki hans sterkasta hlið. 

„Ég þurfti alltaf að fá annað fólk sem hefur mikla næmni fyrir því hvernig við ætluðum að byggja upp hópinn til þess að koma og hjálpa,“ sagði Gates. Hann segist hafa verið minna spenntur fyrir því sem sneri ekki að tækninni og því efaðist hann um styrkleika sína á þeim sviðum. 

Annað sem gerir hann stressaðan eru samskipti við ríkisstjórnina. „Ég uppgötvaði ekki fyrr en of seint hversu mikilvæg þau voru,“ sagði Gates. 

Styrkleikar fólks eru misjafnir og flestir upplifa einhvern tímann áhyggjur eða kvíða í starfi. Það virðist þó vera ekkert nema eðlilegt en Bill Gates er gott dæmi um það. 

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál