Ríkir velja sér vini öðruvísi

Reddit-stofnandinn Alexis Ohanian náði sér í ríka og farsæla konu, …
Reddit-stofnandinn Alexis Ohanian náði sér í ríka og farsæla konu, Serenu Williams. mbl.is/AFP

Tom Corley, höfundur bókarinnar Change Your Habits Change Your Life, skrifaði grein á Independent þar sem hann segir frá því að ríkt fólk fari aðrar leiðir til þess að velja sér vini en þeir sem eiga minna inn á bankabókinni. 

Corley rannsakaði venjur þeirra ríku með því að taka viðtöl við 177 milljónamæringa á fimm ára tímabili. Milljónamæringarnir áttu það sameiginlegt að hafa ekki fæðst með silfurskeið í munninum heldur sköpuðu sinn eigin auð sjálfir. Komst Corley að því að fólkið hafði löngu áður en það varð ríkt byrjað á meðvitaðan hátt að leggja sig fram við að mynda bara tengsl við ríka og farsæla einstaklinga. 

Corley vill meina að hin venjulega manneskja sé ekki eins meðvituð um val á vinum og maka og þeir ríku. Hinir hafi hins vegar á meðvitaðan hátt valið sér vini sem hjálpa þeim að komast áfram, hvetur það og opnar dyr fyrir það. 

Corley listar síðan upp eiginleika þessa fólks sem milljónamæringarnir sóttust eftir. Við hin, venjulega fólkið, getum lært af þessu og komist þar með hjá eitruðum samböndum þar sem slíkt fólk hefur oft andstæð einkenni. Þetta eru góðar venjur, jákvæðni, traust, hvetjandi, mjög tryggt, vel sett fjárhagslega, vinnur vel, ábyrgðarfullt, hefur mikinn viljastyrk og aga, er ástríðufullt og fullt af eldmóði og þakklátt. 

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál