Þetta ætti að vera ólöglegt á ferilskrám

Það er ekki bara góð starfsreynsla og menntun sem gerir …
Það er ekki bara góð starfsreynsla og menntun sem gerir góða ferilskrá góða. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir miklu máli að vera með góða ferilskrá þegar sótt er um vinnu. Sama hversu fín störf þú hefur unnið eða hversu fína menntun þú ert með þá verður ferilskráin ekki góð nema rétta letrið sé notað. Indy100 fór yfir hvaða letur ætti að varast. 

Mildred Talabi er sérfræðingur í ferilskrám og vill hann meina að það líti út fyrir að manneskja sem notar Times New Roman á ferilskrána hafi ekki uppfært ferilskrána sína í tíu ár. 

 Talabi segir Arial-letrið næstum því jafnslæmt og Times New Roman. 

Garett Southerton, hönnuður og ráðgjafi, vill meina að það sé ófagmannlegt að nota letrið Impact. 

Leturhönnuðurinn Juan Villanueva segir að fólk ætti að varast letur eins og Papyrus. Hann segir slík letur vera með of mikinn persónuleika og geti truflað fólk. 

Það er einnig varað við því að nota letur sem líta út fyrir að vera handskrifuð. 

Smartland mælir síðan með því að fólk láti Comic Sans-letrið eiga sig, hvort sem það er að skrifa ferilskrá eða eitthvað annað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál