Vaknar klukkan hálfsex á morgnana

Ivanka Trump hefur í mörg horn að líta og skipuleggur …
Ivanka Trump hefur í mörg horn að líta og skipuleggur daginn sinn vel. mbl.is/AFP

Ivanka Trump hefur þurft að skipuleggja sig vel enda lengi sinnt krefjandi störfum auk þess sem hún og maðurinn hennar Jered Krushner eiga þrjú ung börn. Í dag starfar Ivanka sem ráðgjafi föður síns, Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna. Þegar hún bjó og starfaði í New York sagði hún frá dagsskipulagi sínu

Þó svo að eitthvað hafi ef til vill breyst í rútínu forsetadótturinnar eins og það að geta gengið í vinnuna og í skóla dóttur sinnar er líklegt að meginatriði séu eins. Svona var rútína Ivönku.

05.30 til 07.00

Ivanka Trump segist skoða símann sinn um leið og hún vaknar. Hún byrjar síðan daginn á því að hugleiða í 20 mínútur eða á því að taka æfingu, stundum hvort tveggja. Á meðan hún fer í sturtu og málar sig í átta mínútur hlustar hún á Ted Talk-fyrirlestra. Að lokum les hún blöðin. 

07.00 til 08.00

Á meðan hún bjó í New York klæddi hún yngri börnin sín á meðan elsta barnið hennar tók sig til. Fjölskyldan borðaði síðan morgunmat saman sem var annaðhvort grískt jógúrt og ber eða fínt haframjöl. Með þessu drakk hún stórt glas af sítrónuvatni og kaffi. 

Ivanka Trump ásamt börnum sínum og eiginmanni.
Ivanka Trump ásamt börnum sínum og eiginmanni. mbl.is/AFP

17.30 til 19.00

Hún reyndi að vera komin heim af skrifstofunni klukkan hálfsex til þess að geta eytt tíma með börnunum sínum á milli hálfsex og sjö. Eftir kvöldmat svæfir hún börnin. 

20.00

Á meðan hún bjó í New York borðuðu þau oft kvöldmat úti vegna vinnu eða með vinum. Ef hún borðaði heima borðaði hún afganga frá börnunum sínum. 

23.00 

Það er enginn tími til þess að vaka lengi ef  það á að vakna hálfsex og sagðist hún fara sofa klukkan ellefu. 

Ivanka Trump starfar sem ráðgjafi föður síns.
Ivanka Trump starfar sem ráðgjafi föður síns. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál