Ávanar nískra milljarðamæringa

Bill Gates þarf ekki rándýrt úr til þess að segja …
Bill Gates þarf ekki rándýrt úr til þess að segja sér hvað klukkan er. mbl.is/AFP

Þó svo að fólk eigi eins mikinn pening og það dreymir um þýðir það ekki að það eigi flottustu bílana eða nýti nýtísku heimilistæki eins og uppþvottavélar. Times fór yfir nokkra gamla ávana sem milljarðamæringar hafa haldið sig við. 

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook

Þrátt fyrir að Zuckerberg gæti auðveldlega keypt sér nýjan Ferrari á hverjum degi ekur hann um á litlum Volkswagen Golf sem kostar rúmar þrjár milljónir út úr búð. Það eru fleiri dæmi sem sýna að Zuckerberg kýs oft ódýru leiðina en hann giftist meðal annars eiginkonu sinni í bakgarðinum heima hjá sér og borðaði á McDonalds í brúðkaupsferðinni. 

Warren Buffet viðskiptamaður

Buffer er einn ríkasti maður heims þrátt fyrir það býr hann enn í sama húsinu í Omaha og hann keypti árið 1958. Hann hefur sagt að húsið sé þriðja besta fjárfesting lífs síns. 

Bill Gates, stofnandi Microsoft

Það þykir oft merki um peninga að bera Rolex-úr. Gates ber hins vegar úr sem kostaði þúsund krónur. Gates þykir stundum gamaldags og honum finnst gott að vaska sjálfur upp diskana í stað þess að nota uppþvottavél. 

Charlie Ergen, stofnandi Dish Network

Ergen tekur með sér samloku og Gatorade í nesti í vinnuna enda getur verið dýrt að fara alltaf út að borða í hádeginu. Hann hefur einnig búið í sama húsinu í Denver í 20 ár og þangað til nýlega deildi hann hótelherbergi með vinnufélaga þegar hann þurfti að bregða sér í vinnuferðir. 

John Caudwell, stofnandi breska símafyrirtækisins Phones 4u

Caudwell er sagður klippa hárið sitt sjálfur og versla fötin sín í Marks & Spencer. 

Mark Zuckerberg keyrir ekki um á rándýrum sportbíl þó svo …
Mark Zuckerberg keyrir ekki um á rándýrum sportbíl þó svo hann eigi vel efni á því. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál