Endalaus tækifæri á Instagram

Ása Steinars heldur út geysivinsælli Instagram-síðu með ferðaljósmyndum.
Ása Steinars heldur út geysivinsælli Instagram-síðu með ferðaljósmyndum. skjáskot/Instagram

Það eru margir sem þekkja til Ásu Steinars en hún heldur úti vinsælum Instagram-reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum. Ása einbeitir sér nú aðallega að taka myndir af ferðalögum sínum innanlands og segir hún fólk hafa mikinn áhuga á myndum af Íslandi auk þess sem hún hefur fengið spennandi verkefni vegna myndanna sinna.

Ásamt því að ferðast út um allar trissur með myndavélina um hálsinn starfar Ása hjá Sahara en fyrirtækið starfar við markaðssetningu á samfélagsmiðlum. En fyrirtækið vinnur sífellt meira með fyrirtækjum í ferðamannaiðnaðnum og þá fær Ása stundum tækifæri á að fara út á land og taka myndir.

Ótrúlega heppin að eiga heima á Íslandi

„Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa á Íslandi. Ísland er heitasta landið hjá öllum þeim ljósmyndurum sem eru að reyna stækka sig á Instagram í ferðaljósmyndum og landslagsljósmyndum,“ en Ása segir marga skrifa sér og segja henni hvað hún sé heppin að eiga heima á Íslandi. „Það er endalaust myndefni hérna og landið okkar er náttúrulega bara ótrúlega fallegt. Þannig eins og staðan er í dag hef ég bara rosa áhuga á Íslandi. Nú er ég bara nýta mér það betur.“

skjáskot/Instagram

Ása viðurkennir að Instagram sé skrítinn staður og það krefjist ótrúlega mikillar vinnu að halda úti Instagram-reikningum en það sem drífur hana áfram eru tækifærin sem fylgja því. „Ég hef fengið tækifæri í gegnum þetta eins og það að taka ljósmyndir fyrir erlent tímarit eða spjalla við þekktan ljósmyndara frá National Geographic. Ég man þegar ég var yngri þá var alltaf draumurinn minn að verða ljósmyndari fyrir tímarit eins og National Geographic en ég hugsaði alltaf það væri ekki séns að maður kæmist þangað. En mér finnst með samfélagsmiðlum að það sé allt hægt og tækifærin ótrúlega mörg,“ segir Ása.

skjáskot/Instagram

Talandi um tækifæri þá segir Ása ekki líta á Instagrammið sitt sem rosalega mikla tekjulind.  „Mig langar svolítið að hafa þetta sem áhugamál. Á meðan þetta er áhugamál þá nýt ég þess sem ég er að gera,“ en hún hefur líka áhyggjur af missa rödd sína og ástríðu ef hún fer að þóknast öðrum of mikið. „Ég segi bara já við því sem passar við mig eins og til dæmis einhverjar ferðir, hótel eða útivistarfatnaður,“ En hún segir meðal annars hafa verið beðin um að auglýsa einhverja drykki, skyr og að elda íslenskan fisk.

Hefur alltaf ferðast mikið um landið

Ástríða Ásu á ljósmyndum og ferðalögum er mikil en hún segist alltaf hafa ferðast mikið um landið og byrjaði að taka myndir þegar hún var tíu ára. Með tilkomu samfélagsmiðla náði hún því að samtvinna þessi tvö áhugamál. En það er mismunandi hvernig myndirnar koma til. „Ég er yfirleitt í einhverjum ferðalögum og finnst bara gaman að taka myndir af því sem mér finnst áhugavert. Ég byrjaði í ferðabransanum þegar ég var 18 ára og hef bilaðan áhuga á fjallgöngum og var alltaf að ganga Fimmvörðuháls og Laugaveginn og ég hef verið á kajak. Ég hef alltaf verið rosa aktív í íslenskri náttúru þannig ég þekki staðina mjög vel. Yfirleitt er ég með það á bakvið á eyrun að njóta eins og til dæmis að fara með vinkonum mínum í skíðaferðalag til Akureyrar eða fara í river rafting og meðfram því reyni ég að tvinna ljósmyndirnar inn í. En ég viðurkenni það alveg núna þegar þetta er byrjað að stækka þá er ég meira byrjuð að hugsa okei núna þarf ég að fara gera mér ferð út á land og búa til smá efni í kringum þennan stað.“

Hvalamyndatakan er ein eftirminnilegasta myndataka Ásu.
Hvalamyndatakan er ein eftirminnilegasta myndataka Ásu. skjáskot/Instagram

Þegar Ása er beðin um að lýsa eftirminnilegustu myndatökunni sinni nefnir hún hvalamyndatöku sem hún fór í um daginn. En þá var hún að taka af myndir af hvölum fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki og var að notast við dróna. „Við vorum búin að fara nokkrum sinnum út á báta til að ná drónaskotum af hvölunum. Í síðustu ferðinni þá tókst það en þetta var ótrúlega mögnuð en líka stressandi stund af því ég var að taka myndir með drónunum en á sama tíma var hann að verða batteríslaus og GPS-hnitinn orðin ringluð. Það munaði mjög litlu að við höfðum brotlent drónanum. En það var mögnuð upplifun að vera bara við hliðina á þrem hnúfubökum og vera að ljósmynda þá.“

Ása vill hvetja fleiri stelpur til þess að taka ferðaljósmyndir. „80 prósent notenda á Instagram eru stelpur en þær eru langflestar að setja sjálfan sig í frontinn en það eru miklu fleiri karlmenn sem eru að byggja um fylgjendahóp út á fallegar ljósmyndir,“ segir Ása að lokum. 

skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál