Góð ráð fyrir feimna atvinnuleitendur

Persónuleikar fólks eru mismunandi.
Persónuleikar fólks eru mismunandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar sótt er um vinnu þykir kostur að vera ófeiminn og eiga auðvelt með að vinna fólk á sitt band. Amma Marfo telur sjálfan sig vera ómannblendinn þrátt fyrir að vera fyrirlesari og ráðgjafi. Hann gaf því feimnum lesendum Jopwell nokkur góð ráð þegar kemur að því að leita sér að starfi.

Sendu úthugsaðar atvinnuumsóknir

Þeir sem eru ómannblendnir eru oft góðir í að sökkva sér djúpt í ákveðið efni. Þeir sem búa yfir þessum hæfileika ættu að nýta hann til þess að skrifa góð umsóknarbréf og búa til góða ferilskrá.

Láttu þér líða vel í símaviðtölum

Það getur verið gott að fara í símaviðtöl þar sem þú átt auðveldara með að skrifa niður athugasemdir. Hins vegar getur það verið óþægilegt að sjá ekki viðmælendur þína. Fyrir símaviðtöl er gott að koma sér vel fyrir þannig að þér líði þægilega, gott er að hafa uppáhaldsbollann sinn með vatni eða tei í. Ef það eru margir sem taka viðtalið fáðu hvern og einn til þess að segja þér nafn sitt.

Sumum finnst gott að spyrja út í starfsumhverfið í atvinnuviðtali.
Sumum finnst gott að spyrja út í starfsumhverfið í atvinnuviðtali. mbl.is/Thinkstockphotos

Vertu með smáatriðin á hreinu

Fyrir marga sem eru ómannblendnir geta óvæntir hlutir sem koma upp verið óþægilegir. Þrátt fyrir að það sé ekki hægt að komast hjá þeim er hægt að undirbúa sig og fækka þessum tilvikum. Hægt er að koma í veg fyrir óvænt atvik meðal annars með því að leggja af stað hálftíma fyrr en áætlað var til þess að hafa tíma til þess að villast.

Mundu að hlaða sjálfan þig

Það er mikilvægt að koma í atvinnuviðtal með mikla orku. Ef viðtalið er langt og þér er boðið að taka pásu skaltu gera það. Það getur verið gott að endurhlaða sjálfan sig aðeins. Ef þú færð ekki að taka pásu en færð að fara á klósettið er gott að nota tímann til þess að núllstilla sig.

Það er gott að vera vel undirbúin(n) þegar maður fer …
Það er gott að vera vel undirbúin(n) þegar maður fer í atvinnuviðtal. mbl.is/Thinkstockphotos

Spyrðu út í vinnuumhverfið

Morfo segir að það séu engin störf sem eru slæm fyrir þá sem eru feimnir en það gætu hins vegar skapast aðstæður í sumum störfum sem eru meira krefjandi fyrir þá sem eru ómannblendnir. Þess vegna er gott að spyrja út í vinnuumhverfið. Þetta eru til dæmis spurningar sem gott væri að spyrja:

Hvernig er vinnuaðstaðan sem ég myndi vinna í?

Hvernig eru ákvarðanir teknar?

Hvernig er gagnrýni komið til skila?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál