Svona getur þú unnið minna og komið meiru í verk

Ljósmynd / Getty Images

Sumir koma einfaldlega meiru í verk en aðrir. Það þýðir þó ekki að þeir séu að öllum stundum, því það er nauðsynlegt að hvíla sig inn á milli. Þeir sem hugsa vel um sig og passa upp á frítímann eru gjarnan duglegri heldur en þeir sem vinna öll kvöld og helgar. Fyrir utan að vera gjarnan í betra andlegu ástandi.

Á vef Entrepreneur má finna lista yfir hluti sem snjallir einstaklingar gera til þess að vinna minna og koma meiru í verk.

Ekki taka vinnuna með heim
Það er ákaflega mikilvægt að aftengjast. Ef þú nærð því ekki, og ert sífellt að svara tölvupóstum eða vinnutengdum símtölum, er engu líkara en þú hafir aldrei farið úr vinnunni.

Fækkaðu húsverkunum
Húsverkin eiga það til að hrannast upp, leggja undir sig helgarnar og koma í veg fyrir að þú getir slakað á. Betra er skipuleggja sig og reyna að ljúka húsverkunum á virkum dögum. Með því móti má nota frídagana til að slaka á.

Farðu í ræktina
Hefur þú ekki tíma fyrir ræktina? Gott er að nota helgarnar til að hreyfa sig, það dregur úr streitu og eykur sköpunargleði.

Sinntu áhugamálunum
Að sinna áhugamálunum er frábær leið til að vinna gegn streitu.

Eyddu tíma með fjölskyldunni
Ef þú ætlar að hlaða batteríin og slaka á er nauðsynlegt að eyða tíma með fjölskyldunni. Dagskrá vikunnar er gjarnan afar þéttskipuð hjá fólki og því nauðsynlegt að nýta helgarnar til að eiga gæðastund með ástvinum sínum.

Gerðu eitthvað skemmtilegt
Kauptu miða á tónleika, eða leikrit. Í stað þess að skokka á hlaupabretti getur verið gaman að kíkja í fjallgöngu. Prufaðu eitthvað nýtt, eða gerðu eitthvað sem þú hefur ekki gert lengi. Rannsóknir sýna að tilhlökkun hefur mikið að segja um hversu skemmtilegur atburður á eftir að verða.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál