Verkfræðikonur skelltu í „kraftpósu“

Stemningin var góð, eins og sjá má.
Stemningin var góð, eins og sjá má. Ljósmynd / aðsend

Stuðverk, skemmtifélag verkfræðikvenna, stóð á dögunum fyrir Nýsköpunarstuði í samstarfi við Össur og Crowberry Capital. Crowberry-konur eru að setja á fót fjárfestingasjóð sem mun fjárfesta í ungum fyrirtækjum og ræddu þær meðal annars um hvað þarf til að byggja upp stöndugt alþjóðlegt fyrirtæki.

„Helga Valfells benti á að við værum í miðri tæknibyltingu og það væru ekki bara karlar frá Kísildal heldur einnig konur frá Íslandi sem gætu mótað framtíðina.“ segir Hjördís Hugrún Sigurðardóttir, formaður Stuðverks. ,,Hún hvatti okkur einnig sérstaklega til að taka af skarið ef við hefðum hugmynd að áhugaverðu fyrirtæki og hafa samband við Crowberrry Capital.“

Undir lok kvöldsins tóku stelpurnar í skemmtifélaginu sér valdastöðu. Í næstvinsælasta TED-fyrirlestri allra tíma fjallar Amy Cuddy, dósent í félagslegri sálfræði við Harvard Business School, um rannsóknir sínar. Þar kemur fram að jafnvel þótt fólk sé ekki sjálfsöruggt geti það eitt að standa í svokallaðri valdastöðu, eða kraftpósu, aukið færni okkar í að takast á við stress og jafnvel aukið sjálftraustið.

Stöllurnar í Stuðverk tóku Cuddy á orðinu og skelltu sér í svokallaða kraftpósu í lok kvölds.

„Ofurkonan og sigurvegarinn voru áberandi, svo sýnist mér Superman hafa bæst við. Ég held reyndar að það hafi ekkert verið fjallað um þá pósu í fyrirlestrinum, en hún kemur engu að síður skemmtilega út,“ bætir Hjördís Hugrún við.

Frétt mbl.is: Verkfræðikonur gripu í selfie-stöngina

Ragn­heiður Björns­dótt­ir, Bjarma Magnús­dótt­ir, Hjör­dís Hug­rún Sig­urðardótt­ir, Stein­unn Þórs­dótt­ir og …
Ragn­heiður Björns­dótt­ir, Bjarma Magnús­dótt­ir, Hjör­dís Hug­rún Sig­urðardótt­ir, Stein­unn Þórs­dótt­ir og Mar­en Lind Más­dótt­ir eru í stjórn Stuðverks. Ljósmynd / aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál