Brekkur fram undan en vel undir ferðina búin

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það er furðurólegt andrúmsloftið í höfuðstöðvum Icelandair, þegar blaðamann ber þar að garði til þess að eiga viðtal við Boga Nils Bogason, forstjóra félagsins. Í lok júlí og snemma morguns eru dagarnir afslappaðri en oftast endranær. Margir hafa tekið sér langþráð sumarfrí eftir annasama mánuði síðustu misserin.

Það eykur enn á kyrrðina að enn líða nokkrar vikur uns Icelandair Hotels, sem reyndar eru komin undan handarjaðri Icelandair Group, munu opna Natura-hótelið (gamla Loftleiðahótelið) í síðari hluta ágústmánaðar. Líkt og flestir vita er það sambyggt höfuðstöðvum flugfélagsins.

Bogi Nils tekur á móti undirrituðum og býður hann velkominn. Tvö símtöl þarf þó að grípa sem von er. Þegar þeim sleppir nefnir forstjórinn eins og upp úr eins manns hljóði að hlutirnir breytist hratt þessa dagana. Og það er ekki síst þess vegna sem viðtalinu var komið á.
Í raun er stutt síðan viðtal birtist við...