Anna Ingibjörg Skaftadóttir, oft ritað Skaptadóttir, fæddist 13. desember 1867 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru hjónin Skafti Jósefsson, f. 1839, d. 1905, ritstjóri Norðlings á Akureyri og Austra á Seyðisfirði, og Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1841, d. 1924, húsfreyja og ritstjóri.

Ingibjörg fluttist til Íslands með móður sinni árið 1869 og faðir hennar sem hafði verið í námi flutti heim árið 1872. Hún ólst upp á Akureyri, nam tungumál og tónlist í Kaupmannahöfn og skrifaði bókina Kaupstaðaferðir sem kom út árið 1888.

Ingibjörg stofnaði ásamt móður sinni tímaritið Framsókn á Seyðisfirði og kom það fyrst út 8.1. 1895. Þær eru því fyrstu íslensku kvenritstjórarnir, en í febrúar sama ár hóf Bríet Bjarnhéðinsdóttir að gefa út Kvennablaðið.

Tímaritið Framsókn var helgað kvenréttindamálum, t.a.m. menntun kvenna, og vakti það mikið umtal. Mæðgurnar höfðu báðar skrifað greinar í tímarit Skafta og voru því

...