Jensína Andrésdóttir fæddist á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu 10. nóvember 1909 og ólst þar upp í foreldrahúsum og mjög stórum systkinahópi. Systkini hennar urðu 14 talsins. Öll þeirra nema eitt náðu fullorðinsaldri og urðu 52-94 ára.

Þegar Jensína hleypti heimdraganum var hún vinnukona á ýmsum bæjum við Ísafjarðardjúp í tvo vetur og síðan víðar.

Jensína fór til Reykjavíkur og lærði þar sauma í einn vetur. Hún veiktist alvarlega af mænuveiki árið 1955 og lamaðist þá öðrum megin, náði sér ekki til fulls en gat engu að síður slegið með orfi og ljá í sveitinni.

Jensína flutti til Reykjavíkur snemma á síðustu öld til að aðstoða systur sína við heimilishaldið þar en systir hennar eignaðist 12 börn.

Jensína vann um áratuga skeið hjá nokkrum læknum við að þrífa læknastofur þeirra. Einnig vann hún við þrif á nokkrum heimilum í Reykjavík. Hugur hennar stóð til að læra hjúkrun

...