Hér hefur verið sagt frá tveimur breskum Íslandsvinum. Sir Joseph Banks beitti áhrifum sínum í Napoleonsstríðunum til þess, að breska ríkisstjórnin veitti Íslendingum 1810 undanþágu frá hafnbanni, sem lagt hafði verið á Danmörku. Barg hann líklega með því þjóðinni frá hungursneyð. Í bankahruninu 2008 bókaði Austin Mitchell, þingmaður Verkamannaflokksins, andmæli í breska þinginu við beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendingum. Raunar skrifaði Mitchell líka einkabréf til flokksbróður síns, Gordons Browns forsætisráðherra, um málið. Verður drengskapar þeirra Sir Josephs og Mitchells lengi minnst með þjóð, sem „allt skrifar á bækur og aldrei getur gleymt neinu“.

Í grúski mínu rakst ég heldur óvænt á þriðja Íslandsvininn. Hann er enginn annar en William Gladstone, sem lengi var forsætisráðherra Breta. Árið 1890 hitti fréttaritari Þjóðólfs í Lundúnum, sem sennilega var dr. Jón Stefánsson, Gladstone í þinghúsinu fyrir milligöngu

...