Frásögn Gunnþórunn Guðmundsdóttir flytur Sigurðar Nordals fyrirlestur á fimmtudag.
Frásögn Gunnþórunn Guðmundsdóttir flytur Sigurðar Nordals fyrirlestur á fimmtudag. — Ljósmynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

14. september ár hvert, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Að þessu sinni flytur Gunnþórunn Guðmundsdóttir fyrirlesturinn, en hún er prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.

Á síðasta ári kom út ytra bók Gunnþórunnar, Representations of Forgetting in Life Writing and Fiction sem Palgrave Macmillan gefur út. Í bókinni fjallar hún um það að gleyma og þá sérstaklega hvernig hægt er að rekja hið gleymda í frásögum og minningum. Hún segir að fyrirlesturinn fjalli um tengt efni. „Ég ætla að tala um arkívina, tala um fjölskylduarkívina og hvað gerist þegar hún verður stafræn, hvernig breytir það sambandi okkar við fortíðina. Ég ræði þetta líka í bókinni, en á öðrum nótum.“

...