Þórunn Jónassen, einnig þekkt sem Þórunn Hafstein Pétursdóttir, fæddist 12. júní 1850 að Ketilsstöðum á Völlum, S-Múl. Foreldrar Þórunnar voru Pétur Hafstein, f. 1812, d. 1875, þá sýslumaður, síðar amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, og fyrsta kona hans, Guðrún Hannesdóttir Stephensen, f. 1826, d. 1851. Hálfbróðir Þórunnar samfeðra var Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Þórunn missti móður sína er hún var aðeins 10 mánaða gömul og ólst upp til fermingar ýmist hjá nákomnum ættingjum, eiginkonu Eggerts Jónssonar læknis á Akureyri, eða hjá föður sínum.

Fjórtán ára gömul fór Þórunn til námsdvalar í Kaupmannahöfn og var í skóla fröken Nathalie Zahle, en hún var mikil kvenréttindakona sem vann að því að tengja saman menntun kvenna og réttindabaráttu þeirra

Þórunn kom til Reykjavíkur árið 1871 og giftist Jónasi Jónassen, síðar landlækni, f. 1840, d. 1910. Heimili þeirra var lengst af í Lækjargötu 8, á horni Skólabrúar og Lækjargötu og

...