Nýlega hafa komið út á íslensku tvær merkilegar bækur um undur framfaranna, Heimur batnandi fer eftir breska líffræðinginn Matt Ridley og Framfarir eftir sænska sagnfræðinginn Johan Norberg. Þær staðreyndir, sem þeir vekja athygli á, eru...

Nýlega hafa komið út á íslensku tvær merkilegar bækur um undur framfaranna, Heimur batnandi fer eftir breska líffræðinginn Matt Ridley og Framfarir eftir sænska sagnfræðinginn Johan Norberg. Þær staðreyndir, sem þeir vekja athygli á, eru óvefengjanlegar. Fæðuframboð í heiminum hefur stóraukist, en fátækt snarminnkað. Hreinlæti hefur batnað og um leið heilsufar. Dregið hefur úr ofbeldi og glæpum og stríðum fækkað. Efnistök þeirra tveggja eru þó ólík. Ridley leggur áherslu á efnalegar framfarir í krafti atvinnufrelsis, en Norberg skrifar margt um hópa, sem hafa átt undir högg að sækja, en eru nú teknir að njóta sín.

Þegar ég las bækur þeirra Ridleys og Norbergs varð mér hugsað til Íslands um aldamótin 1900. Þá var vatn sótt í brunna. Þegar vatnsveita kom loks til sögu árið 1906 dró snögglega úr taugaveiki, sem hafði smitast með óhreinu vatni. Ein óvænt hliðarafleiðing var líka, að iðgjöld

...