mið. 8. okt. 2025 17:55
Umhverfis- og orkustofnun hyggst leggja fram kröfu í þrotabú Play.
Leggja milljarðasekt á þrotabú Play

Umhverfis- og orkustofnun mun leggja stjórnvaldssekt á þrotabú Play vegna vangoldins kolefnisskatts, einnig gjarnan nefndur losunarheimildir. Upphæð sektarinnar nemur um 2,3 milljörðum króna og er hún tilkomin vegna þess að Play greiddi ekki rúman milljarð króna í kolefnisskatt áður en félagið fór í þrot.

Umhverfis- og orkustofnun mun jafnframt leggja fram kröfu á þrotabú Play um að flugfélagið greiði fyrir losunarheimildirnar. Stofnunin leggur fram kröfuna jafnvel þótt Play hafi átt að gera upp sínar losunarheimildir í skráningarkerfi Evrópusambandsins.

Gjalddagi greiðslunnar var 30. september, eða daginn eftir að Play lýsti yfir gjaldþroti.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/06/atti_ad_standa_skil_a_rumum_milljardi_naesta_dag/

Telja sitt að gera kröfu á búið 

Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir að stofnuninni beri í raun skylda til að leggja á stjórnvaldssektina. Jafnframt líti hún svo á að hún eigi kröfu um að Play geri upp losunarheimildir sínar.

„Við gerum kröfu sem landstjórnandi skráningarkerfis með losunarheimildir, ETS. Það er þrátt fyrir að Evrópusambandið eigi í raun skráningarkerfið sem slíkt. En við teljum okkur eiga þá kröfu að þeir geri upp sínar losunarheimildir,“ segir Einar.

Sambærilegt við WOW

Sambærilegt mál kom upp þegar WOW air fór í gjaldþrot. Í því tilviki var fallið frá kröfum Umhverfisstofnunar um að WOW gerði upp heimildir sínar fyrir dómi. Því er óljóst að öllu leyti hvort orðið verði við kröfum stofnunarinnar að þessu sinni.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/18/umhverfisstofnun_beid_laegri_hlut_i_wow_mali/

 

til baka