mið. 8. okt. 2025 18:48
Kjartan Gunnarsson var glerfínn til fara enda breyttist samkoman í afmælisveislu hans.
SUS-þing breyttist í afmælisveislu Kjartans Gunnarssonar

Gamla Landsbankahúsinu var breytt í skemmtistað á laugardaginn þegar 48. sambandsþing SUS var haldið. Það voru þó ekki allir á táningsaldri á viðburðinum því Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hækkaði meðalaldurinn örlítið. Hann átti afmæli þennan dag og því má vel segja að þessi hátíð hafi breyst í brjálaða afmælisveislu hjá hinum 74 ára Kjartani sem var heiðursgestur kvöldsins. Með honum var eiginkona hans, hin stórglæsilega Sigríður Snævarr sem var fyrsta íslenska konan sem var skipuð sendiherra Íslands. Það var árið 1991.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru veislustjórar kvöldsins. Þær slepptu fram af sér beislinu með leikjum á borð við „kela, drepa, giftast“ og fleiri hnyttnum leikjum sem vekja gjarnan kátínu þegar fleiri en einn og fleiri en tveir koma saman. 

Ungir sjálfstæðismenn héldu einnig í hefðirnar og leiddi þáverandi formannsframbjóðandi og núverandi formaður SUS, Júlíus Viggó, salinn í fjöldasöng á Hægri hægri hallelúja í þeirri útgáfu sem finna má á Heimdallarplötunni, sem gefin var út í ár.

 

Eins og sjá má á myndunum kunna ungir sjálfstæðismenn að gera sér glaðan dag og fá sér í tánna. 

til baka