þri. 9. sept. 2025 11:36
Sigurlína Ingvarsdóttir, meðstofnandi Behold Ventures og stjórnarmaður í Festi, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni.
Krossmiðlun, ráðstefna á vegum Pipar\TBWA

Krossmiðlun 2025, ráðstefna um vistkerfi vörumerkja, fer fram næsta fimmtudag, þann 11. september, á Hótel Reykjavík Grand.

Viðburðurinn, sem Pipar\TBWA auglýsingastofa stendur fyrir, beinir sjónum að því hvernig ný tækni, menningarstraumar og samfélagsbreytingar brjóta hefðbundin mörk og umbreyta sambandi fólks við vörumerki, að því er segir í tilkynningu. 

Úr ólíkum áttum

Fram kemur að fyrirlesarar komi úr ólíkum áttum en þeir eru Matthew Moran, yfirmaður stefnumótunar í nýsköpun hjá Omnicom Advertising Group (OAG), Paula Sonne, sérfræðingur í almannatengslum hjá Eleven TBWA í Finnlandi, Petter Høie,  fyrsti starfsmaður Facebook í Noregi, og Sigurlína Ingvarsdóttir, meðstofnandi Behold Ventures og stjórnarmaður í Festi.

„Krossmiðlun hefur verið vettvangur markaðsfólks frá árinu 2012, þar sem vísir er gefinn að því helsta sem er að gerast í markaðsheiminum; framtíðarstraumum og stefnumótun á sviði vörumerkjasköpunar,“ er haft eftir Guðmundi Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningunni.

 

 

til baka