Haraldur Ingi Þorleifsson hefur opnað hönnunarstofuna Ueno á ný. Frá þessu greinir hann á X, áður Twitter, en miðillinn keypti hönnunarstofuna af honum fyrir fleiri milljarða króna árið 2021.
Í færslunni segist Haraldur sjálfur hissa á ákvörðuninni, þetta hafi ekki verið ætlunin.
Hann rekur söguna stuttlega. Hann hafi stofnað Ueno í íbúðinni sinni í Reykjavík árið 2014 og selt Twitter fyrirtækið sjö árum síðar, fyrir mjög mikinn pening, en peningurinn hafi þó ekki verið ástæðan fyrir því að hann ákvað að selja Ueno.
„Fyrirtækið stóð sig vel, ég þurfti ekki pening. Ég þurfti nýja áskorun,“ skrifar hann.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/06/twitter_festir_kaup_a_islensku_fyrirtaeki/
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/30/allir_skattar_af_solu_ueno_verdi_greiddir_a_islandi/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/17/tekjuhaesti_islendingurinn/
Leið eins og eitthvað vantaði
Haraldur segir Ueno hafa vaxið á þessum sjö árum en honum hafi samt liðið eins og eitthvað vantaði.
Hann hafi verið utan við ferlið í langan tíma, aðstoðað fyrirtæki við að koma hugmyndum í framkvæmd en afhent þeim afreksturinn, sem fyrirtækin fylgdu svo sjálf eftir. Hann hafi langað að gera það, að vera hluti af stærri heild og sjá verkefni vaxa og dafna.
Þar kom Twitter inn í myndina. Þó að sú vegferð hafi ekki endað eins og hann hafi séð fyrir sér þá hafi hann lært mikið áður en hann varð allt í einu frjáls. Tók hann sér þá aðra hluti fyrir hendur.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/04/haraldi_mislikar_elon_musk/
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/08/musk_bidur_harald_afsokunar/
Skiptist á orðum við Musk
Eins og kunnugt er áttu Haraldur og Elon Musk, forstjóri og eigandi X, þá Twitter, hvöss orðaskipti á miðlinum í mars 2023, skömmu eftir að búið var að loka vinnuaðgangi Haralds hjá fyrirtækinu. Fjölda fólks hafði verið sagt upp hjá Twitter vikunum áður eftir yfirtöku Musk, og taldi Haraldur líklegt að röðin væri komin að honum.
Að hans sögn hafði þó ekkert uppsagnarbréf borist og greip Haraldur því til þess ráðs að spyrja forstjórann á Twitter hvort það gæti staðist.
Musk svaraði Haraldi kaldranalega og vildi meðal annars fá að vita hvaða hlutverki hann sinnti hjá fyrirtækinu. Við tóku orðaskipti milli þeirra félaga þar sem fast var skotið. Í einu tístinu gekk Musk svo langt að halda því fram að Haraldur notaði vöðvarýrnunarsjúkdóminn sem hann er með, sem afsökun fyrir því að vinna ekki.
Hann virtist þó hafa séð að sér og baðst skömmu síðar afsökunar. Ræddu þeir saman í kjölfarið í gegnum fjarfundabúnað.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/04/29/haraldur_haettur_hja_twitter/
https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/03/09/ovaent_utspil_fra_haraldi/
Blammo!
Eins og Íslendingum er flestum kunnugt byggði Haraldur í kjölfarið rampa, veitingastað og bíósal, banka, upptökustúdíó, samfélag fyrir skapandi fólk, gerði hlaðvarp, gaf út plötu, lék í bíómyndum og gerði allt sem honum hafði alltaf langað til að gera, en eftir að hafa verið í fjögur ár án Ueno hætti hann aldrei að sakna þess.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/29/i_minningu_mommu/
„Tilfinningin sem ég fæ þegar einhver kemur með eitthvað sem er bara hugmynd og vill okkar hjálp við að sjá það verða að veruleika. Það er eins og töfrar. Eins og alkemía. Ég saknaði þeirrar tilfinningar.
Þannig að, já, Ueno er komið aftur. Blammo!“