þri. 9. sept. 2025 10:45
Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Kríta.
Kríta hefur þrefaldað útlán sín

Fjártæknifyrirtækið Kríta gekk frá fjögurra milljarða króna fjármögnunarsamningi við evrópska sjóðinn Win Yield General Partners fyrir sex mánuðum.

Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Kríta, segir í tilkynningu að útlán Kríta hafi þrefaldast: 

„Til að mæta þessum vexti höfum við þurft að endurskipuleggja margt innanhús, ráða fleira starfsfólk, fínstilla ferla, skerpa á tækninni og hraða ákvarðanatöku. Við erum lítið fjártæknifyrirtæki í tjörn með rótgrónum fjármálastofnunum og sem vinnur ekki alltaf slaginn um lægsta verðið, en einsetjum okkur að vera sterk í hraða, þægindum og þjónustu," er haft eftir Stefáni.

Stefán bendir sömuleiðis á að það sé augljóst að lítil nýsköpun hefur átt sér stað í lánaþjónustu til fyrirtækja.

„Við erum því með fleiri nýjar vörur í lánaþjónustu í farvatninu sem eru í þróun og fara á markað síðar í haust. Það verður spennandi að sjá hvernig markaðurinn tekur við því." 

til baka