Fótboltastjarnan Jóhann Berg Guðmundsson hefur sett einbýlishús sitt og fjölskyldu sinnar á sölu. Félagið BACB ehf. er eigandi hússins og er félagði í eigu Jóhanns Berg. Um er að ræða 334 fm einbýlishús sem er á hljóðlátum stað á Arnarnesi, suðurmegin.
Húsið var reist 1973 og hefur verið vel við haldið. Jóhann Berg festi kaup á húsinu 21. desember 2021 og greiddi fyrir það 237.000.000 kr.
Jóhann Berg er kvæntur Hólmfríði Björnsdóttur. Þau gengu í hjónaband á Spáni 16. júní 2022. Hjónin eiga þrjú börn.
https://www.mbl.is/smartland/stars/2022/06/18/johann_berg_og_holmfridur_gengu_i_hjonaband_a_spani/
Fótboltamaðurinn skrifaði undir samning hjá Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í sumar. Þá hafði hann spilað í eitt ár með Al-Orobah í Sádí Arabíu. Fyrir þann tíma spilaði hann fótbolta í Englandi í áratug auk þess að spila með íslenska landsliðinu.
Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is: Tjaldanes 5