þri. 9. sept. 2025 15:00
Minnihlutaeigendur leita til dómstóla

Eigendur minnihluta í fiskeldisfélaginu Kaldvík hafa leitað til norskra dómstóla vegna þess sem þeir telja óvönduð vinnubrögð aðaleigenda. Þetta kemur fram á vef Austurfrétta.

Þar kemur fram að deilur milli eigenda í Kaldvík hafi staðið frá því um áramót. En þá ákvað meirihluti stjórnarinnar að kaupa aðra eigendur út úr umbúðaverksmiðjunni og laxasláturhúsinu á Djúpavogi en Måsøval-fjölskyldan, stærsti hluthafi Kaldvíkur, var meðal seljenda.

„Minni hluthafar, sem samanlagt eiga innan við 10% af félaginu, töldu sig hafa verið hlunnfarna því hlutirnir hefðu verið keyptir á of háu verði. Stjórnarmaður sagði af sér í mótmælaskyni en fjölskyldan styrkti enn frekar stöðu sína þegar eftirmaður var kosinn,” segir á vef Austurfrétta.

til baka