Sandro Tonalo reyndist hetja Ítalíu þegar liðið hafði betur gegn Ísrael í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld.
Leiknum lauk með dramatískum sigri Ítalíu, 5:4, en Tonali skoraði sigurmarkið í uppbótartíma síðari hálfleiks.
Manuel Locatelli varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 16. mínútu en Moise Kean jafnaði metin fyrir Ítalíu á 40. mínútu og staðan því 1:1 í hálfleik.
Dor Peretz kom Ísrael yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Kean og Matteo Politano bætti við sitt hvoru markinu fyrir Ítalíu og staðan orðin 3:2.
Giacomo Raspadori bætti við fjórða marki Ítala á 81. mínútu en Alessandro Bastoni varð fyrir óláni að skora sjálfsmark á 87. mínútu og Peretz jafnaði svo metin fyrir Ísreal á 89. mínútu.
Noregur er í efsta sæti riðilsins með 12 stig eða fullt hús stiga, Ítalía er með 9 stig líkt og Ísrael en Ítalía á leik til góða á Ísrael. Eistland er með 3 stig og Moldóva er án stiga.